Víðikettlingar á jólum

Hvað skyldu margir vita hvað "víðikettlingar" eru? Ég hef verið að segja bekknum mínum frá hinu og þessu sem "einu sinni var". Frá því hvernig jólin voru í sveitinni þegar ég var lítil. En ég hef ekki sagt þeim allt, það var ýmislegt gert á þeim tíma sem ég held að þau myndu alls ekki botna neitt í. Samt var þetta hreint ekki í fornöld, eins og þau halda sum. Þegar ég tala um að ég hafi verið úti að leika mér með eitthvert dót, þá spyrja þau með stórum augum. "Voru það bein"? Nei það voru ekki bein og ég átti heima í venjulegu húsi en ekki torfkofa. Þau átta sig nú reyndar flest þegar ég nefni ártalið, fyrir 50 árum var nú engin fornöld. pabbi hafði mikið gaman af jólaundirbúningnum og nú er ég búin að átta mig á því þó ég vissi það ekki þá að líklega var hann listamaður inn við beinið. Hann gerði listilegar jólaskreytingar löngu áður en þær þekktust annarsstaðar. Hýjasintur voru hans sérgrein, listilega skreyttar skálar með hýjasintum sem hann fékk hjá Skafta vini sínum í Hveragerði. Svo ræktaði hann þær lika sjálfur seinna og kenndi mér. Um miðjan desember fór hann í leiðangur inn í ás og klifraði þar í klettunum til að finna grávíði. Hann klippti greinar og kom með heim. Úti í gróðurhúsi setti hann þær í vatn og eftir nokkra daga fóru þær að lifna. Brumið tútnaði út og þegar það var mátulega til komið tók hann greinarnar og skar utanaf bruminu svo í ljós komu dúnmjúkir "kettlingar". Svo þurrkaði hann greinarnar aftur og þá urðu hnoðrarnir stærri og ennþá mýkri. Þetta notaði hann svo í skreytingar. Ég á mér víðirunna sem ég veit alltaf um og get sótt í þó allt sé á kafi í snjó, sem er reyndar aldrei. Ég bý líka til víðikettlinga fyrir jólin.
það var líka notalegt í gróðurhúsinu upphituðu um háveturinn, þegar bylurinn buldi á glerinu. Þar vorum við að leika okkur í moldinni þegar veður voru of vond til að lítil börn gætu verið úti. Líklega er það með mínum fyrstu minningum, sitjandi á gólfinu í gróðurhúsinu að moka mold í fötu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Ég myndi vita hvað víðikettlingar eru... en ég er svo gamall...

GK, 15.12.2006 kl. 00:11

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman að lesa þetta. Þetta með fornöldina. Ég man eftir krökkum sem áttu bú með beinum og skeljum. Þau áttu  heima á Bjarnastöðum á Grímstaðarhoti í Reykjavík. Sumstaðar var sveit í Reykjavík þá. Ég horði allveg hissa á þetta bú þegar mamma sýndi mér það og skildi ekkert í því. Ég skildi betur þegar strákar notuðu kjálka fyrir byssur. Bestu kveðjur Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.12.2006 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 197661

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband