14.12.2006 | 20:28
Betra er að gefa en þiggja
Nú dugir ekkert annað en að grípa til gamalla innrætinga og kristilegrar meðaumkvunar. Vinurinn minn dularfulli gerði ekki vart við sig í dag! Ég verð að trúa að hann sé illa veikur eða þá ákaflega fátækur. Kannski er hann í þunglyndiskasti vagna óhóflegs áreitis jólakaupmennskunnar. En ég sinni mínum og hef gaman af. Verst hvað ég þarf að vanda mig við að fela mín persónulegu einkenni. Ég get ekki gefið honum neitt sem ég útbý sjálf. Þetta er nefnilega alveg ótrúlega klókur vinur, sem þekkir mig vel. Síðasti fimmtudagurinn fyrir jólafrí, leikfimitíminn frjáls og sundið líka. það var hörkufrost þegar við vorum í lauginni og gufuna lagði upp af heitu vatninu í pottum og laugum Við sáum varla hvert annað þar sem við lágum í heita pottinum. Á morgun förum við í bíó, umbunarferð fyrir þá sem mættu hundrað prósent á fyrstu önn. Eins gott að hér er komið bíó.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 197661
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er vinur þinn líka vinur þinn, eða átt þú annan vin?
GK, 15.12.2006 kl. 00:12
Sá vinur sem ég gaf vissi ekkert fyrr en í dag hver ég var. En sá sem á að gefa mér var mér alger ráðgáta þar til í morgun þegar allir gáfu sig fram. Við drögum miða með nöfnum og fáum þannig hvert sinn vin til að gleðja.
Helga R. Einarsdóttir, 15.12.2006 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.