28.6.2009 | 21:52
Dagur níu - þetta er alveg að taka enda
Við gerðum eiginlega ekkert í dag, við erum farnar að gera ýmislegt aftur og aftur.
Við fórum í sund. Og svo komum við heim nógu seint til þess að við höfðum bara engan tíma fyrir hádegisundirbúning. KFC.
Svo hringdu foreldrarnir - og sendu myndir í tölvuna úr einhverri skemmtisiglingu á milli fjalla. Og það voru hús utaní fjöllunum. Svo fórum við í Hveragerði á blómahátíð. Það var eiginlega það merkilegasta sem gerðist í dag. Við Urður löbbuðum í gegnum bæinn og tókum myndir af faglegum orsökum en afinn og Una biðu í bílnum á planinu hjá tuska. Þess vegna lenti Una ekki á mynd í Hveragrði. Svo fórum við inn í búðina og keyptum axlabönd á Unu. Hviss bang - fórum heim. Með viðkomu í Sunnlenska, Bónus og Strokkhól.
Una sagði allt í einu uppúr þurru í kvöldmatnum: "amma manstu þegar þú komst að sækja mig í flugvélina"? Haaa - auðvitað sagði ég já, ég hef svo oft sótt á flugvöll að maður man ekki einstakar ferðir. "Og ég hljóp til mömmu", hélt hún áfram. Ég fór að pæla --- Rosalega hefur þetta verið merkileg heimkoma að hún skuli muna svona - örugglega meira en ár aftur í tímann og hún er ekki orðin fjögurra ára.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 197260
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.