21.6.2009 | 10:22
Ég veit um aðra flösku
Þegar félagsheimilið á Flúðum var í byggingu, á árunum 1956-8 kallaði Stefán yfirsmiður á okkur krakkana í Fúðaskóla og bað okkur að skrifa nöfnin okkar á blað.
Hann setti það síðan í flösku sem hann lagði undir gólfið í salnum.
Ég veit reyndar að síðan er búið að skipta um gólf, en flaskan fannst ekki þá - svo ég viti.
Flöskuskeyti frá 1946 fannst undir gólffjölum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 197259
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem mig langar samt að vita er, eru þessir menn enn á lífi? Það hefði mátt koma fram í greininni.
Jónas (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 11:59
Skemmtileg hugmynd hjá þeim köllunum :) Ég var einmitt líka að velta fyrir mér hvort þeir væru á lífi. Samkvæmt Íslendingabók er annar þeirra látinn:
Felix Heinrich Tryggvason 23. maí 1920 - 13. júní 1990
Ágúst Guðmundsson er hins vegar svo algengt nafn að það er snúnara að finna út úr því.
Salóme Mist Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 13:25
Sæl Jónas og Salóme,
Ágúst Guðmundsson er látinn, hann var afi minn og lést 89 ára, 2002 á Ísafirði.
Silla (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.