Ef hann er til

Þessi makalausi "vinur", þá veit ég ekki hvað ég á að gera við hann þegar og ef hann birtist. Ekkert gaf hann mér í dag frekar en í gær. Kannski á ég bara að vorkenna honum? Hann hefur örugglega í dag verið einn þeirra sem fengu fína pakka á borð í kennarastofunni. Kerti, kökur og ýmislegt fleira flæddi þar um allt. En ekkert fyrir mig. En ég er nú samt við bestu heilsu og það er búið að skrifa á öll jólakortin hér á bæ. Foreldrar Unu komu síðdegis að sækja hana og ég frétti að hún hefði verið heldur glöð að komast heim til sín. Það var frekar órólegt í bekknum mínum í dag og líffræðikennarinn var sammála mér um að líklega væri það af því að það væru að koma jólasveinar til byggða og þeir væru svo góðir að gefa þessum elskum ríflega í skóinn! Við erum í áttunda bekk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir jólakökuddnar. Namm.

Sigurdórsson númer 1a (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 22:55

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hann er óbermi þessi "vinur"

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 13.12.2006 kl. 11:07

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hér kvitta ég . Vikan hefur verið erfið hér en hér er ég þó komin á bloggið þitt og það er alltaf gaman að koma í heimsókn hér. 13 ára og fá í skóinn? Man nú ekki hvenær ég hætti að gefa mínum strákum en áræðanlega fyrr en það.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.12.2006 kl. 21:04

4 Smámynd: GK

Ég var farinn að gefa sjálfum mér í skóinn á þessum aldri...

GK, 15.12.2006 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 197661

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband