10.12.2006 | 22:33
Hver er leynivinur minn?
Þegar líður að jólum höldum við hátíðlega leynivinaviku í vinnunni. Það er næsta vika. Ég veit ekki enn hvern ég á að gleðja og enn síður grunar mig hver muni gleðja mig. En það er pottþétt að það verða margir glaðir næstu daga. Í samabandi við þessa viku datt mér í hug hvað ég veit lítið um "vini" mína. Ég hlýt að telja þá vini sem heimsækja mig á bloggið reglulega, þeir eru 30 - 50 alla daga. En ég hef ekki hugmynd um hvað þið heitið, ekki nema þessi fimm sem gefa sig reglulega fram. Nú datt mér í hug - af því það er nú svona vika hjá mér, hvort ég fengi ekki aukaglaðning með nokkrum óvæntum og gleðilegum kommentum? Hvað segiði um það?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 197661
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skal allavega kvitta fyrir mig, þó að þú vitir að ég skoði
Josiha, 11.12.2006 kl. 00:25
Hér er ég
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 13.12.2006 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.