10.12.2006 | 21:47
Ég bara hef allt annað að gera
Helgin var með fjörugasta móti. Ég fékk ársgamalt barn til að passa á fimmtudagskvöld, það er reyndar varla hægt að hugsa sér fyrirhafnarminna barn, en maður þarf þó að hafa hugann við það. Hún Una litla undi sér bara vel hérna, enda lék hún lausum hala um allt hús. Blaðagrindin er tóm núna og Cheerios ásamt blöðunum um allt eldhúsgólf. Við sváfum saman og það gekk vel, en þegar ég rumskaði var hún annaðhvort þversum ofaná mér eða öfug til fóta. Í gær var svo kakósöludagur kvennaklúbbsins og þar varð ég að vera frá 12 - 18. Afinn sá um Unu á meðan, þau komu reyndar að fá sér föfflu og súkkulaði.
Nú er hún flutt til föðursystur sinnar, ég þarf að vinna á morgun og foreldrarnir koma ekki fyrr en á þriðjudag. En hún var hin rólegasta þegar hún var sótt í kvöld, samt vorkenndi ég henni svolítið. Hvað getur svona lítil sál sagt um hvað henni finnst? Hún er bara eins árs og var nú eiginlega búin að sætta sig við þessa ömmu.
Ég ætla að fara að taka til í húsinu.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 197661
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Una settist í fangið á Lalla þegar hún kom,í lasyboy-inn og steinsofnaði
.Hún fékk s.s.pela og bleiu í móki...já og meðal.Nú hrýtur hún eins og langafi hennar gerði í rimlarúminu hennar Júlíu Katrínar
.
Þannig að nú getur amman farið að sofa áhyggjulaus
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 10.12.2006 kl. 22:02
Var langafinn einhverntíman í þessu rimlarúmi?
Helga R. Einarsdóttir, 10.12.2006 kl. 22:12
Svo fyndið! Litla krúsin verður bara að láta sér þetta lynda en aumingja amman.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 22:17
Gott að sjá þig ljósið mitt. Þú ferð víst nærri um það hvernig ömmunum líður við svona aðstæður. kv.ammatutte.
Helga R. Einarsdóttir, 10.12.2006 kl. 22:23
...gerði,í...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 10.12.2006 kl. 22:25
Æ



Helga R. Einarsdóttir, 10.12.2006 kl. 22:42
Æ aumingja Una. En hún er nú í góðum höndum hjá Guggu
Josiha, 11.12.2006 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.