Hús fyrir 75 krónur

Í dag var tarsanleikur í leikfimitímanum, það er alltaf svoleiðis í síðustu tímunum fyrir jólin. Allur salurinn lagður undir og bekkjunum þremur, 1,8 og 9,blandað saman í eitt allsherjar fjör.  Dúndrandi jólamúsik í græjunum, rosalega gaman.  Svo í sundinu var kertasund, það er boðsund með logandi kerti í hendinni. þarna var líka blandað,            við strákarnir fengum að vera með stelpunum.                                                          Svo í danstímanum var verið að leggja lokahönd, eða fót, á dansana sem á að sýna á danssýningunni stóru sem verður í íþróttahúsinu daginn áður en við förum í jólafríið.

Við enduðum á bóklegum tíma,  krakkarnir eru að vinna jólaverkefni sem er sundurliðað í kafla og einn þeirra á að vera viðtal við eldri borgara um jólin fyrir langa löngu. Þar sem engir eldri borgarar eru að vinna í skólanum fékk ég að fara í þeirra hlutverk.       Einhverjir höfðu þó fundið sér önnur fórnarlömb, svo ég þurfti ekki að svara öllum bekknum. Ég komst að því að jólin heima hjá mér voru lítið ólík því sem nú þekkist.   Við fórum reyndar ekki í stjórnlaust búðaráp fyrir jól, pabbi fór yfirleitt eina ferð til Rvk. en annað var pantað úr Kaupfélaginu. Það var alltaf keyptur heill kassi af hvoru, eplum og appelsínum. En það fengum við líka bara á jólum.    Mamma saumaði auðvitað öll jólafötin, hún var snillingur að sauma. Þess vegna er ég svona léleg, ég þurfti aldrei að reyna mig í því.

Við krakkarnir gátum ekki gefið aðrar jólagjafir en þær sem við bjuggum til sjálf fyrr en Siggabúð var opnuð uppi á bakkanum hinumegin við ána. Þar var selt appelsín og gotterí, gjafavörur og fatnaður.  Ég man þegar við Örn fórum með krónurnar sem við áttum yfir ána til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba í fyrsta sinn. Við áttum 75 krónur og fljótlega eftir að við komum í búðina til Sigga heilluðumst við bæði gjörsamlega af "veðurhúsinu".  Það var lítið líkan af fallegu húsi, og stóðu karl og kerling í dyragættinni. Ef veðrið var vont kom karlinn út, en kerla fékk að fara út í góðu.

    Annað eins draumahús höfðum við aldrei séð. það kostaði víst örugglega meira en við áttum, en Siggi var svo góður kaupmaður að það var hægt að fá miklu meira fyrir peningana hjá honum en öllum öðrum. Samt sé ég það núna að hann var með "einokunaraðstöðu. Við keyptum húsið fyrir krónurnar 75 og fengum meira að segja appelsín og súkkulaði líka. Siggi sagði nú reyndar að það væri hvorutveggja ónýtt og væri ekki til annars en að henda því.  Svona var hann góður í viðskiptum við lítil börn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Jahá ekki vissi ég að Siggi hefði rekið búð!Svona er gott að eiga mömmubloggara.Ég hefði aldrei spurt þig að þessu.

Þvílíkt kynjamisrétti með fólkið í veðurhúsinu,í dag hefðu kerlurnar krafist þess að fá að kíkja út í vonda veðrið.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 7.12.2006 kl. 23:33

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta tekur mig aftur á bak í tíma. Þó ég hafi átt heima í R,vík þá var lífið hér ósköp svipað og eitt mamma var líka svo góð í að sauma og ég reyndi mig ekki heldur. Bestu kveðjur Jórunn PS. Amma og afi áttu svona veðurhús. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.12.2006 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 197661

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband