4.5.2009 | 17:31
Fróðlegt væri -
-- að vita hvað þessi "fjárfestir" væri að fást við í Rússlandi?
Þetta orð "FJÁRFESTIR" heyrði ég fyrst á árunum rétt fyrir 1990.
Merkilegt orð og áhrifamikið. Þá vann ég á mínum gamla og góða vinnustað í Fossnesti sem lenti í höndum svona manna, fjárfesta.
Það þarf ekki að orðlengja það að þetta var upphafið að endalokunum á þessum góða stað, allt komið á hausinn fáum árum seinna.
Skoðar málskot til Hæstaréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjárfestir er nýtt orð yfir það sem var kallað braskari þegar við vorum ung, Helga mín.
Kv. í bæinn.
Sigurður Hreiðar, 4.5.2009 kl. 17:37
ÉG kann nú altaf betur við orðið "Fjárglæfrarmaður" :P sérsteklega þegar menn standa persónulega í ábyrgð fyrir rétt tæpum miljarði...
Hommalega Kvennagullið, 4.5.2009 kl. 20:00
Takk fyrir komuna frændi. Ég þekki lika þetta orð og einhverntíman skrifaði ég í bloggi skýringar sem mér fannst eiga við svona fólk.
Það var löngu fyrir hrun, ég veit ekki hvers vegna ég var farin að velta svona fyrir mér þá?
En mig minnir að ég hafi þá talið að athafnamenn væru braskarar og fjárfestarnir fjárglæframenn. Og öll þessi orð myndi ég mæla af munni fram með miklum fyrirlitningartón.
Birkir - ég er að hugsa um að gefa þér séns. Byrjaði á að gá hvort þú safnaðir hausum - en það sýnist mér ekki, þú átt ekki hundrað og eitthvað vini. Hvers vegna er hann þá að sverma fyrir mér,hugsaði ég?Bráðungur og myndarlegur strákur' Það veit ég ekki en kemst kannski að því ef ég læt þig hanga inni nokkrar vikur. Ekki ertu frændi minn - held ég - á eftir að gá í Ísl.b. En reyndu þá að vera svolítið duglegri að blogga. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 4.5.2009 kl. 20:30
Pössum okkur á því að setja ekki alla undir einn hatt.
Persónulega finnst mér orðið fjárfestir gott orð og lýsir vel því þeim gjörningi sem á sér stað. Að festa fé sitt í ákveðnu framtaki í von um ávöxtun - hvort sem það eru einhverjir fjármunir eða ákveðin markmið, t.d. í góðgerðasamtök, líknarfélög, rannsóknir. etc.
Hinsvegar finnst mér orðið útrásarvíkingur neikvætt, jafnvel þegar það var vinsælt. Ágætis orð sem hægt er að tileinka testósterontímabilinu hérna undanfarið. En þvílíkar mannleysur! Í æsku var mér kennt að karlmennska væri að sýna ábyrgð í verkum sínum og taka afleiðingunum. Ábyrgðarleysið undanfarið sýnir glögglega aumingjaskapinn í mannleysunum sem gengur hérna berserksgang og skilja sviðna jörð eftir.
Guðgeir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 21:14
Vá hvað þú ert *pikkí* á vini móðir góð ...takk fyrir að leyfa mér að hanga inni, þó ég driti ekkert sjálf. Ég er alltaf að vonast eftir einhverju fleiru en fréttagagnrýni frá þér ...vormyndir t.d?
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 5.5.2009 kl. 00:25
Sælar.
ÉG var bara svona að byrja aftur að skoða bloggið eftir langt hlé. Fannst bloggið þitt athugavert, en rakst fyrst á það í gegnum frétt á MBL.IS. Láttu mig nú endilega vita´hvort við séum skild :P (detti þér í hug að skoða það)
Hommalega Kvennagullið, 6.5.2009 kl. 04:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.