26.4.2009 | 21:44
Evrópuþráhyggja fréttakonunnar
Hvort sem Evrópa er góð eða slæm finnst mér alveg komið nóg af umræðunni í bili. Það er eins og ónefnd fréttakona (sem byrjar á J.V.) hafi verið ráðin í embættið af einhverjum dularfullum öflum til þess eins að halda þessu eina málefni á lofti.
Eins og þetta er indæl kona að hafa í stofu og eins og hún var alltaf þægileg og sýndist bráðgreind, þá held ég að dvölin í alþingishúsinu hafi ekki verið henni holl.
Elítan vill í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held það sé þörf á því að rannsaka hvort ESB trúboðarnir á RÚV hafi ekki fengið styrki eins og sumir stjórnmálamenn.
Þessu einhliða ESB trúboði verður að linna.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:03
Já, hann á hrós skilið fyrir að reyna að gera allt sem sér er í valdi til að forða þjóðinni frá vinstri stjórn. Ánægður með þetta :)
nonni (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:05
Haaa?
Helga R. Einarsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:12
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir gerði sig að fífli með Evrópuþráhyggjunni í þættinum í kvöld og hrokinn í merkikertinu Sigmari er orðinn yfirþyrmandi og óþolandi.
Og svona í framhjáhlaupi ...ég held að þessi nonni sem skrifar hér fyrir ofan sé fullur eða vitlaus, eða bæði.
corvus corax, 26.4.2009 kl. 22:28
Já, það er ekki einleikið hve margir sem fá frítt spil í RÚV eru gegnsýrðir að Evrópu- og Evru.
Mál að óska eftir rannsókn á hagsmunatengslum.
Kv. í bæinn.
Sigurður Hreiðar, 26.4.2009 kl. 22:39
Í raun og veru er ekkert að því að fjalla um ESB aðild í húð og hár. En það er aftur á móti góð spurning hvort að ESB umræðan hafi verið sérlega málefnaleg í fjölmiðlum, sem ég tel að ekki hafi verið. ESB umræðan hefur mest megnið gengið út á hverjir styðji ESB aðild, hverjir séu á móti, og hverjir eru opnir fyrir valkostnum. Þó svo að ég sé sjálfur farinn að hallast á ESB aðild finnst mér mér umræðan um kosti og galla ESB aðildar farin fyrir kví.
Mikael Allan Mikaelsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:20
Ég er sammála, þessi fréttakona sem við skulum ekki nefna á nafn er greinilega með ESB á heilanum. Hún bæði eyddi hálfum þættinum í það að tuða um ESB, í stað þess að tala um aðgerðir til bjargar heimilum, sem varð algjört aukaatriði í þessum þætti. Svo sá hún alveg sérstaka ástæðu til að taka upp hanskan fyrir sammala.is
Það þarf greinilega að taka og flengja þessa fréttamenn hjá RÚV, ef það væri ekki búið að banna flengingar.
Viðar Freyr Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 00:30
Þetta er mjög mikil elíta, þessi ESB elíta. Merkilegt hvað alþýðu fólks er uppsigað við það að hugleiða þetta. Greinilegt að óðaverðbólga og óstjórn í áratugi er fíkn sem ekki má losna við. "Elítan" er verri en samkrull kvótagreifanna og afturhaldskommana. Alþýðan lætur orð "Elítunnar" eins og vind um eyru þjóta og kyssir á vöndinn sem hefur flengt það aftur og aftur og aftur og aftur.
EÖ. (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 23:21
P.S: Helga, það er verið að ræða þetta núna vegna þess að þetta skiptir máli. Átti reyndar að gerast fyrir 15 árum, en þá var Ísland ekki komið á hausinn vegna óstjórnar. Ertu ánægð með hvernig kvótagreifarnir hafa lagt landsbyggðina í auðn? Ég vildi óska þess að Selfyssingar tryðu ekki öllu sem bóksalinn bullar.
EÖ. (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 23:26
EÖ - ekki skaltu halda að ég hafi skoðanir á þessu máli. Til þess er ég aldeilis óhæf þar sem ég hef ekki hugmynd um alla kostina eða þá vissu um gallana séu þeir einhverjir til.
Það er "tvíhliða" fræðsla sem okkur "alþyðufólkið" vantar. Það segir engin óhlutdrægt frá þessu öllu saman.
Mér þætti vænt um ef einhver vildi nefna fyrir mig í röðinni t.d. 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 - kosti og svo eins galla ef einhverjir eru. Í skiljanlegu og afmörkuðu máli.
Ekki bara þetta er betra, eða þá að það sé verra útaf fiskunum, kálinu og kúnum. Hvers vegna verra eða betra?
Helga R. Einarsdóttir, 28.4.2009 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.