6.12.2006 | 21:03
Hvað eru þessir menn að pæla?
Það er alveg ótrúlegt hvað þessir gaurar sem "ráða" (hvað sem það verður nú lengi), geta verið staðir þegar Suðurlandsvegur er til umræðu. Stulli skólabróðir virtist þó vakna upp af værum blundi um helgina og lýsti því allt í einu yfir að ekkert dygði nema tvöföldun. En þá er grafinn upp einhver vegamálastjóri, sem ekki hefur áður haft opinbera skoðun á málinu, og hann hangir nú á því hálmstrái að tvöfaldur vegur myndi verða svo mikil hálkugildra að stórhætta yrði af. Það er eins og verið sé að leita allra leiða til að útiloka tvöföldun. Væri ekki nær að leita leiða til að gera hana að veruleika? Þeir eru ótrúlegir!
Það vill, til þó heimskulegt sé að það er pólitísk skítalykt af málinu. Af því að kosningar eru að nálgast geta þingkallarnir ekki þagað þunnu hljóði. Þeir verða að láta okkur halda,í nokkra mánuði, að þeir beri hag og líf okkar fyrir brjósti. En auðvitað eru þeir þá bara að hafa áhyggjur af stólunum sínum. En "sorry", Stulli, ég hef ekki undanfarið stært mig af því að bekkjarbróðir minn sé ráðherra.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 197662
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu ég skil ekki. Hvernig getur tvöfaldur vegur verið meiri hálkugildra en einfaldur?
Josiha, 7.12.2006 kl. 00:36
Hvernig væri að leggja heitavatnsleiðsluna úr Hellisheiðarvirkjun við veginn og hita hann upp á veturna. Hálkugildran horfin. Annars er þessi ráðherra Sturlaður, hann er að grafa Héðinsfjarðargöng sem kosta 9 milljarða fyrir 8 bíla á dag, og leyfir sér að efast um nauðsyn tveggja akreina vegar fyrir þúsundir bíla á dag.
EÖ (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 14:29
Afrennslið væri nóg. En þá finna þeir bara enhvern annan kerfiskarl til að væla í fjölmiðla. Er kannski til eitthvert villidýraráð? Það myndi kannski koma með kvörtun fyrir hönd tófunnar, sem gæti átt erfiðara með að finna sér stað fyrir greni í Svínahrauninu?
Helga R. Einarsdóttir, 7.12.2006 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.