14.4.2009 | 21:32
Framboðsfundur í sjónvarpi
Ég var að horfa á fund - svona með öðru auganu. Frambjóðendur í Reykjavík - norður held ég- en missti af byrjuninni svo ég veit ekkert hver er munurinn á norður og suður þarna í höfuðstaðnum. Við förum, eins og allir aðrir landsmenn "suður" til Reykjavíkur eins vitlaust og það er nú, vestur væri nær lagi í okkar tilfelli.
En alla vega, þarna sátu nokkrir karlar og ein stúlka - hún var þó víst sú eina í röðinni sem hafði haft rænu á að smala félögum sínum með í útsendinguna svo hún var ekkert ein á báti þarna.
Og svo voru þarna stjórnendur, alveg bráðhuggulegar ungar konur sem allir þekkja úr sjónvarpinu af góðu einu.
Það sem mér fannst skrítið, var hvernig "stýrurnar" töluðu til karlanna og stelpunnar í röðinni. Þau misstu sig auðvitað öll meira og minna í röfl og málalengingar, svona eins og allir gera sem koma nærri þessu bulli öllu saman.
En stýrurnar voru alltaf að segja þeim að svara þessu eða hinu "af því að fólk ætti rétt á því að vita fyrir kosningar hvað þessi eða hinn flokkurinn ætlaði sér" ?
Það var eins og þær tryðu því í alvöru að við, ótíndur lýðurinn, myndum taka mark á og jafnvel trúa eins og nýju neti einhverjum yfirlýsingum og loforðum frá þessu blessaða fólki. Ég hélt þær væru nú orðnar sjóaðri en svo í þessum bransa, alla vega hún J.V. sem er í þinghúsinu allan daginn, hún ætti að vita betur. Það er engu að treysta. Það getur enginn lofað neinu.
En þær eru nú líka miklu yngri en ég.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir með þér. Stýrurna fengu algera falleinkunn hjá mér.
Furðulegar spurningar og fullyrðingar á stundum og þessi þáttur gat ekki orðið góður. Það var alveg borin von.
Stjórnendur ráða algerlega ferðinni.
Frambjóðendur áttu samúð mína alla að neyðast til að taka þátt í þessu óskapnaði.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:40
Alveg sammála ykkur, þetta var glórulaust. Þetta gat ekki orðið málefnanlegt en kannski ekki von þar sem Ástþór Magnússon er. Ég hins vegar hló mikið af honum en fólk í R-norður átti samúð mína að láta þetta leysast upp í svona fíflagang. Klapplið VG var of áberandi líka. Ég hélt að ástandið hér á landi væri alvarlegra en svo að hægt væri að fífla okkur meira og það af stjórnendum þáttarins.
Soffía (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:46
Er hjartanlega innilega sammála frænka sæl. Ég er annars orðin svo að fram komin að ég er hætt að opna útv.+sjónv.hvað þá lesa blöð og þetta mun standa vel fram yfir 25 ap. Bara svo að þú vitir að ég er aftur komin á netið. Kveðja Gunný
ghr (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 12:28
Takk fyrir komuna Gunný.
Gott að vita af þér í grennd, ég sendi póst bráðum. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 15.4.2009 kl. 20:33
Ég er ekkert betri en þú, veit ekkert hvað er norður eða suður þarna í Reykjavík, nema ég veit að Kjalarnes tilheyrir Reykjavík norður. Það er af því það er líka fyrir norðan mig.
En ég skrepp líka stundum suður. Stundum oftar en einu sinni á dag.
Kv. í bæinn
Sigurður Hreiðar, 16.4.2009 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.