Þá líður mér alltaf hálf illa

Það kemur fyrir að ég "eyði" vinum mínum en get samt aldrei vanist því.

Það er ekki eins og ég geri þetta af illum hvötum eða til gamans, frekar af illri nauðsyn eins og þegar ég tek til í húsinu eða elda kvöldmatinn.

Til dæmis núna - ég eyddi tveimur vinkonum án þess að láta þær vita fyrirfram. En þær voru bara alveg steinhættar að sýna nokkurt lífsmark. Höfðu reyndar gefið út yfirlýsingar um að þær nenntu ekki að standa í þessu bloggi. Var þá ekki alveg réttlætanlegt að ég "kæmi þeim fyrir kattarnef"? Mig grunar líka að þær séu orðnar uppteknar á öðrum vettvangi, "fésbókinni", en þar hef ég ákveðið að koma hvergi nærri.

Það er auðvitað af því ég treysti ekki sjálfri mér. Ég hef umgengist fólk sem er á barmi brottrekstrar úr vinnu vegna ofsalegrar fésbókarfíknar, ég hef orðið vitni að dramatískum vinslitum og grátklökkum samtölum á "trúnó", og ég hef heyrt að hverskonar pestir og vírusar finni leiðir inn á friðsælustu heimili í gegnum þetta fyrirbæri, fésbók. Ég vil ekki eiga þetta allt á hættu og veit líka að fari ég einu sinni af stað munu engin bönd halda mér og ég yrði væntanlega fljótlega atvinnulaus, grenjandi, vinalaus og fárveik af vírus sem enginn vissi hvaðan kom og engin lækning væri til við. 

Ég veit þetta eins vel og að ég var "heppin" að vera ekki uppi á hippatímanum. Almáttugur má vita hvað af mér hefði orðið þá? Mér hættir til að gera allt svona einhvernvegin "mikið". Alla vega var það svoleiðis einu sinni og gæti alveg verið enn.

Ég tek ekki sénsinn. 

Ég ætla bara að lifa áfram "gömlu góðu lífi", með þeim vinum sem nenna að líta hér við endrum og eins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Facebook er líka bara bóla. Hún spryngur á endanum 

Josiha, 18.3.2009 kl. 21:47

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þetta grunaði mig Jóhanna - "eitt allsherjar samsæri", sem verður svo að engu. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:16

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Gott hjá þér ... alveg rétt hjá JOSIHA 

Er kaka á morgun? afmælisstelpa

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 18.3.2009 kl. 23:57

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Það er eins gott að vera duglegur að kommenta svo niðurskurðarhnífur Helgu sneiði ekki af manni höfuðið :)

Þorsteinn Sverrisson, 20.3.2009 kl. 19:01

5 identicon

Gvuð! ég gleymdi, var að vinna til 9 um kvöldið á Bakkanum og hugsaði ekki um neitt nema sjálfa mig.  Svo er bara allt í einu tíminn floginn.  Bæti úr þessu en til hamingju með daginn um daginn góða vinkona

mýrarljósið (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 11:01

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Kveðja móttekin og vertu velkomin hvenær sem er. En það er nú ekki málið - Bakkanum hvað?

Helga R. Einarsdóttir, 22.3.2009 kl. 16:47

7 identicon

ómægod ég gleymdi að óska þér til hamingju með daginn um daginn! elsku amma mín, til hamingju:*

Elska þig

Helga G (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 00:35

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

OMG! takk fyrir kveðjuna Helga mín.

Sendu mér nú póst með helstu upplýsngum um lífið í Babýlon. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 24.3.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband