6.3.2009 | 15:12
Ég hef einmitt stundum verið að hugsa
Hvort ekki væri nær að hafa sjóð sem héti "Atvinnutryggingarsjóður", sem sæi um að halda úti fóki í atvinnubótavinnu, í staðinn fyrir "Atvinnuleysistryggingarsjóð" sem borgar fólki fyrir að gera ekki neitt.
Þessar pælingar byrjuðu á því að ég velti fyrir mér því sem kellað er "unglingavinna" um sumartímann. Þá halda bæjarfélögin úti stórum hópum unglinga sem ráfast um göturnar eða velta sér í blómabeðum og skilja harla lítið eftir sig að unnum verkum. Auðvitað eru samviskusamir og duglegir einstaklingar innanum en það ber minna á þeim.
Þess vegna hugsaði ég: Hvernig væri að semja við verktaka, eða bara hvaða fullorðið vinnandi fólk sem er, um að taka að sér unglinga á sumrin, bara einn eða tvo í hvern stað, til að kenna þeim að vinna og gefa þeim tækifæri til að umgangast fullorðið fólk. Einn krakki í einhverskonar starfsþjálfun hlýtur að vera viðráðanlegt fyrir alla?
Bæjarfélagið gæti svo fækkað í sínum stóru krakkahópum og borgað launin til "barnavinafyrirtækjanna"á bæjarvinnutaxta, eftir einhverskonar samningum, eða alla vega hluta af þeim. Ég held að þetta væri miklu meira þroskandi fyrir unglinginn en að hangsa í unglingavinnu sem þeim finnst mörgum algerlega tilgangslaus.
Ætla að skapa 4000 ársverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona hugmynd skaut niður í kolli mínum þegar ég keyrði eitt sinn eftir veginum sem liggur frá hringveginum að Dettifossi. Ég var reyndar ekki að hugsa um unglinga, heldur aðra hópa .... Hægt væri að koma fyrir vinnuskúrabúðum og laga veginn fyrir tiltölulega lítinn pening.
Sumarvinna unglinga er allt annar handleggur sem ég hef líka skoðun á......
Kolla (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 15:22
Þetta er í raun frábær hugmynd hjá þér. Það er hægt að koma mörgu í verk á dauða tímanum.
Offari, 6.3.2009 kl. 15:24
Sæl Helga.
Þetta er nokkuð góð hugmynd og ætti að skoðast ekki síður en aðrar sem lúta að því að skapa vinnu fyrir fólk.
Burkni (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.