Blessuð sé minning hennar

Hún "hlaut ótímabæran dauðdaga". Mér finnst orðalagið klúðurslegt hvað sem öðru líður. Hún veiktist og dó fyrir aldur fram. Eða bara, þar sem hún var nú bara hundur, "þá drapst hún á besta aldri".  Vonandi fáum við fljótlega  annan góðan hund.
mbl.is Fíkniefnahundur hlaut ótímabæran dauðdaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirgefðu, en mikið finnst mér þetta ljót hugsun.. "þar sem hún var nú bara hundur" 

Þoli ekki svona virðingarleysi gagnvart dýrum :(

María (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 17:46

2 identicon

jå er sammala med ad madur a ekki ad segja "var nu bara hundur"...hundurinn er ju eftir allt besti vinur mannsins :)

Iris (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 17:59

3 identicon

Þú getur verið viss um það María að ef einhver ber virðingu fyrir dýrum (og fólki að sjálfsögðu) þá er það Helga. Það sem Helga benti á er að dýr drepast en fólk deyr. Alveg eins og dýr borða ekki, þau éta.

Ég er sammála þér Helga, þetta er klúðurslega orðað hjá mbl.is, svo sem ekki í fyrsta sinn hjá þeim ágæta miðli.

Burkni (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 18:00

4 identicon

Ég er sammála því að það þarf að hafa meiri virðingu fyrir dýrunum. En er jafnframt hissa að heyra að það sé skortur á fíkniefna hundum, nú á dögum, þar sem vitað er að þeir finna eflaust mest af þeim fíkniefnum sem finnast á Íslandi. Og koma þannig í  veg fyrir að upprennandi kynslóð, fari auðveldar út í notkun á ýmsum efnum, og ánetjist þeim. Þetta  er hugsunarleysi af lögreglunni að hafa ekki alltaf nokkra hunda í svona þjálfun.

Guðrun I. Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 18:27

5 identicon

Guðrún: Það væri mjög gott, en það er eflaust ekki ódýrt að þjálfa svona hunda og Lögreglan er í fjársvelti.

Það er hugsunarleysi hjá ríkisstjórninni að þetta sé svona

Guðmundur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 18:36

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Leiðinlegt.

En bestu kveðjur Helga mín. Ég er í heimsókn í dag.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.2.2009 kl. 19:43

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Æ -Æ - fyrirgefið viðkvæmu sálir, ég gleymdi því að hér er ekki hægt að vaða uppi með sveitamennskuna eina að vopni. En svona er nú bara talsmátinn hjá okkur flestum sem ólumst upp í sveitinni með húsdýrum af öllum gerðum, sem mörg voru líka góðir vinir. Þau drápust eða dóu, féllu eða var slátrað, stundum lógað og sum jafnvel étin. Svona var og er lífið í sveitinni - og þar er lífið gott.

Þakka þér, Burkni minn, fyrir stuðninginn - við munum bæði eftir honum Kjóa - kv. til allra þinna. 

Helga R. Einarsdóttir, 16.2.2009 kl. 21:02

8 identicon

Ég skil þig!

mýrarljósið (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband