10.2.2009 | 16:55
Þið eruð á Íslandi
Hvernig væri þá að skíra fyrirtækin sín íslenskum nöfum í staðinn fyrir að vera að apa svona útlent bull eftir?
Vonandi verður nú í framtíðinni hætt þessu group, holding, magazin og öðru erlendu nafnabulli. Við erum á Íslandi.
Margur verður af Aurum api.
Aurum á Íslandi ekki tengt Baugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held að þú hafir því miður ekki lesið fréttatilkynninguna nógu vel, verið of fljót á þér.
Aurum er latneska orðið yfir gull og þar sem verslunin selur skart er það tilvalið. Aurum heldur líka út vefverslun á netinu ( www.aurum.is )sem er alþjóðleg og því er betra að nafnið á henni sé það líka.
Aurum Holding er hinsvegar erlend verslunarkeðja, ekki íslensk einsog þú virtist halda, sem tengist verslun Gubjargar ekki neitt og ekki heldur nafnavali hennar fyrir 10 árum síðan. Guðbjörg apaði semsagt ekkert eftir þegar hún valdi nafnið á fyrirtækið.
Vendu þig nú á að lesa og skilja áður en þú tjáir þig um innihaldið.
Rétt skal vera rétt (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 17:30
Það sem ég veit um verslunina Aurum í Bankastræti 4 er að þetta er falleg búð með mjög fallega íslenska hönnun. Nafnið truflar mig ekki en það var mjög gott af Guðbjörgu Kr. Ingvarsdóttur skartgripahönnuði að láta viðskiptavini Aurum vita af þessu. Sérstaklega ef verslanir Baugs eru að fara í greiðslustöðvun og jafnvel loka, þá er ekki heppilegt að Aurum Bankastræti sé tengt við Baugs fyrirtækin. Ég sem er mikill aðdáandi Aurum hefði ekki viljað það.
Ein sem versla alltaf í Aurum.
Ánægð með tilkynninguna (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 18:12
Tek undir með frummælanda og spyr um leið: "fer nú ekki afdalahættinum og nesjamennskunni", með sinni lífseigu minnimáttarkennd að linna, svo ég geti opnað verslun með heitinu "Föt á þig og mig" án þess að óttast að verða hlegin út af markaðinum?
"Allt í eldhúsið" kemur líka sterklega til greina, þó ekki hvað fataverslunina varðar. Og svo ætla ég að stofna fyrirtæki undir heitinu "Húsbyggjandinn", þegar veitingastaðurinn "Kræsingar kerlingar - eða Kerlu" hefur verið vígður.
"Kát ekkjan" verður svo með "allt til útfararinnar".
Og hananú!
Helga Ág.
Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 18:27
Takk - rétt skal vera rétt -( hvernig á nú að vera hægt að ávarpa svona nokkuð, er það ekki örugglega hvk.?) - fyrir aldeilis ókeypis latínukennslu, sem hlýtur að taljast dæmalaust happ í nútímanum.
Hins vegar datt mér aldrei í hug að Aurum holding í Bretlandi væri íslenskt fyrirtæki og fékk reyndar þess vegna þá firru í höfuðið að Aurum í Reykjavík væri eftiröpun þaðan.
En nú þegar ég er orðin latínulærð get ég farið að pæla frekar í þessu öllu saman. Aurum holding - hvað þýðir það þá?
Aurum - væntanlega gull þar eins og hér, en holding hvað þýðir það orð? Og er það ekki örugglega enska? Kannski sjóður eða safn eða geymsla eða eitthvað álíka?
Gull kista, Gull safn, Gull náman?
Annars er ég alveg til í að stofna fyrirtæki í framtíðinni með henni nöfnu minni. Kannski sálfræðiþjónustu fyrir"nesjamenn" með minnimáttarkennd. Það gæti heitið "Sálin mín og þín".
Helga R. Einarsdóttir, 10.2.2009 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.