Hvurra manna ert þú?

Í síðustu viku voru svokallaðir þemadagar hjá okkur í skólanum.  "Ísland áður fyrr" var það sem við glímdum við í þrjá daga. Hjá okkur á unglingastiginu voru níu starfsstöðvar hver með sínu efni sem tengdist einhvernvegin inn í fortíðina. Það sem einu sinni var.

Ég var, ásamt henni Dýrfinnu frænku minni, í einni stofunni og þar var grúskað í ættfræði. Nema hvað, við erum jú fjórmenningar undan Fjöllunum og vitum allt um ömmur okkar og afa aftur í aldir.

Fyrst var sagt frá því hvernig staðið var að ættfræðirannsóknum og skráningu áður fyrr, setið á söfnum og leitað í ættfræðiritum, skjölum og kirkjubókum. Flestir fengu áhuga á þessu á efri árum, enda upplögð dægradvöl þegar hægðist um í lífinu.

Ég varð hins vegar fyrir því að fá áhuga á þessu löngu löngu fyrr. Varla meira en þrítug var ég meðfram barnauppeldi og búskaparbasli farin að leita í bókum að frændum og frænkum. Bækurnar sem geyma afkomendur Jóns Steingrímssonar í þúsundatali pældi ég í gegnum á bókasafninu og fékk svo ljósrit af þeim síðum sem helst sneru að mér. Þar fann ég hana Elínu Einarsdóttur langa langömmu, sem ólst upp austur í Skógum hjá foreldrum sínum og var svo gefin norður í Húnavatnssýslu prófastssyni sem kannski hefði aldrei að eigin frumkvæði haft rænu á að biðja sér konu. Hún hefur sennilega haft lítið um málið að segja.  Þar fann ég skýringuna á því hvers vegna mér leið alltaf svona vel í Skógum. 

Nú lenti ég óvart út af brautinni.

Svo sýndum við krökkunum Íslendingabók og bentum þeim á hvernig hægt væri að fá aðgang að henni. Svo hófust gjarnan rannsóknir á því hverjir væru skyldir hverjum á meðal þeirra sem höfðu aðgang. Þau eru furðu mörg sem hafa hann. 

Að endingu teiknuðu þau svo og skráðu sitt eigið ættartré. Þá var nú misjfnt hvað langt var hægt að komast, en mörgum gekk ljómandi vel.

Við náðum í "Sunnlenskar byggðir" inn á bókasafn, en í þeim er margt hægt að finna um afa og ömmur sem hafa átt heima í sveitunum. Og svo hef ég nú átt hér heima í fjödamörg ár, svo stundum var nóg að spyrja mig, ef einhver langafinn var nafnlaus. 

Þetta var bara reglulega gaman og eiginlega ótrúlegt hvað þau höfðu mörg mikinn áhuga og fóru frá okkur ákveðin í að læra meira. 

Þetta átti ekkert að verða svona langt, ég fer alltaf fram úr mér.

Þess vegna finnst mér svo gott að setja inn klausur um pólitíkina, um hana er nefnilega best að hafa sem fæst orð.

Ég ætlaði í upphafi eiginlega bara að setja hér tvær skemmtilegar myndir sem ég fann í Ljósmyndasfni Reykjavíkur. Önnur er af safni Hrunamanna  nálgast Hrunaréttir og ég er örugglega einhversstaða, en hef bara ekki lent í mynd í þetta sinn.

Hin er af gamla Flúðaskólanum og sjást þar gluggarnir á borðsstofunni, þar sem ég einu sinni fóðraði upprennandi bændur sveitarinnar. Litla viðbyggingin var "hverahúsið", en þar kraumaði hverinn sem notaður var til að sjóða matinn áður en rafmagnið kom. En það var nú fyrir mína tíð. Gilsbakki og  búningsklefinn við sundlaugina eru svo hægra megin á myndinni.untitled_6untitled_18


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Helga ,ég rakst inná siðuna þína þegar ég átti að vera að gera eitthvað  í vinnunni  mér sýnistm að á myndinni af gamla Flúðaskóla þá sé það Gislbakki en ekki Vinaminni sem sést ..........þar sem Bjarni gamli Halldórs átti heima.

 Eða er ég kannske farin að kalka  

kveðja Sigga D

Sigga Dagbjartsd (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Nei Sigga mín - þú ert ekki kölkuð - frekar ég.

Þetta er bara fljótfærnisbull.

Auðvitað er þetta Gilsbakki og Bjarni seldi þar sígarettur tyggjó og appelsín.

Gaman að fá þig í heimsókn. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 13.2.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband