8.2.2009 | 17:35
Og vandast nú málið
Enn fá fjölmiðlarnir í útlöndum eitthvað til að skrifa um og skemmta sér yfir.
Þegar ég horfði á Spaugstofuna í gær datt mér allt í einu í hug að kóngurinn hefði átt að fá leyfi til að segja þar af sér í beinni. Mér datt í alvöru í hug að hann gerði það!
Ég held nefnilega að hann hafi húmor, eða hafði alla vega einu sinni. Hefði hann gert þetta held ég að hann hefði tryggt sér framhaldslíf í pólitíkinni, en nú sýnist mér öll sund hafa lokast. Kannski vill hann ekkert annað líf?
Leikurinn er ekki búinn fyrr en flautað er af.
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 197259
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega Helga, hann veit hvað hann syngur þó flestir hati hann. Hann fílar það líka. Hann fer ekki si svona. Nú verður Jóhanna að passa að leika ekki af sér, því kallinn er að bjóða henni í skák.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:41
Svo er stóra spurningin: Hvað er það sem hann hefur brotið af sér?
Marinó Már Marinósson, 8.2.2009 kl. 17:59
Það þarf ekkert að tíunda hvað hann hefur og hefur ekki gert af sér. Hann var starfsmaður þjóðarinnar, undir hans stjórn meðal annars fór þjóðarskútan á hliðina. Ef þú værir starfsmaður sem keyrir fyrirtæki í gjaldþrot eða fótboltaþjálfari sem fellir lið niður um deild þá talar árangurinn fyrir sjálfan sig. þessir menn myndu verða reknir á stundinni.
Maður þarf ekki að brjóta af sér til að klúðra málunum.
stefan (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:15
Med thessu svari sínu til forsaetisrádherra hefur Davíd tekist ad laegja öldurnar. Nú getur thjódin einhuga unnid sig úr theim óheppilega vanda sem hún ratadi í.
Aron Baron (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:28
Maðurinn er snillingur þó að ég sé ekki alltaf sammála honum.
Josiha, 9.2.2009 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.