29.1.2009 | 21:47
Nú hljóp á snærið
Lífið er eintóm hamingja og endalaus heppni. Haldiðekki að ég hafi í gæri komist í kynni við merkisstofnun sem heitir Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Þar er hægt að fletta og skoða endalaust safni af myndum allt frá því fyrir hundrað árum. Ég er búin að finna þarna ýmislegt skemmtilegt og kunnuglegt. Ekki segi ég nú að ég kannist við allt sem ég sé þarna hundrað ára gamalt, en það eru myndir frá allri öldinni sem leið, teknar af ótalmörgum ljósmyndurum. Einn er þarna góður, Gunnar Rúnar, hann ferðaðist um sveitir Suðurlands og myndaði bæi og fólk. Ég man eftir því.
Ég vona að það sé ekki glæpur að birta hér smá af því sem ég fann, myndirnar eru hvort sem er merktar. Ein er þarna af Þjórsárbrúnni, sem þá var ný og svo er sú elsta þar enn uppi. Ein er af vinnu við flóðavarnir, ekki veit ég hvar, en dettur í hug Vatnsdalurinn.
Svo er líka ein af "heimasætu í Hrunamannahreppi og hundunum á bænum"eins og sagt er í myndatexta. Ég tel mig þekkja stúlkuna en væri fegin ef einhver vildi staðfesta gruninn. Þess vegna ætla ég ekki að segja hvað ég held. Og hver stendur þá í dyragættinni?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta mynd af þér Helga? Mikið hefur þú verið mjó:-)
Ólafur Björnsson, 29.1.2009 kl. 23:21
Nei Óli, ekki er það ég. En ég var nú reyndar svona mjó - ef ekki mjórri. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 30.1.2009 kl. 07:57
Er ekki Breiðássvipur á dömunni?
Herdís skúla (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 13:38
Ekki er hún í Breiðási Herdís ,(gaman að sjá þig hér). Ég efast líka um að þar hafi verið svona margir hundar.
Hrunasókn er það.
Helga R. Einarsdóttir, 30.1.2009 kl. 16:12
Þessi í gættinni er svolítið Hrepphólalegur.
Kata mágkona (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:14
Þetta er greinilega erfitt, en er konan frá landnámsbæ í sveitinni? Er þá Jón bróðir hennar í gættinni?
Ólafur Björnsson, 30.1.2009 kl. 22:14
Góóóður Óli! En ég held ekki að þett sé Jón, veit ekki alveg.
Við skulum ekki nefna nein nöfn í bili, kannski fáum við svar með nafni og öllu.
Svo á ég nokkrar fleiri snilldarmyndir sem ég birti þegar þetta er afgreitt. Kannski bara eina í einu.kv.
Helga R. Einarsdóttir, 30.1.2009 kl. 22:26
Hún er frá landnámsbæ og býr enn í sveitinni. Drengurinn í dyrunum var sumardrengur, frændi hennar. Hundarnir hétu Spori, Frakkur og Týra minnir mig!!!
Svanlaug Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:16
Svanlaug mín, þú hefðir nú alveg getað nefnt nafnið hennar Áslaugar systur þinnar líka. Mér þykir þú góð að muna öll hundanöfnin. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 2.2.2009 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.