Ekkert sem er leiðinlegt

Bara góðar fréttir hér, bara gaman í vinnunni, bara gott veður, allt gott.

Fimmtánda janúar á síðasta ári hringdi ég í eiginmanninn síðdegis og sagði honum að hann ætt bíl undir fönn við íþróttahús fjölbrautarskólans. Svo labbaði ég heim.

Hann fór svo eftir vinnu að leita að þessum bíl og það þurfti tvo bíla og  þrjú slitin tóg til að ná honum út af planinu.  Þegar bílnum hafði verið komið inn í skúr, fékk hann að vera þar einhverjar vikur í friði fyrir mér.

Mesta snjóatímabil í mínu minni var á síðasta ári, síðari hluti janúar og fram í febrúar, en nú er öldin önnur. Blíðviðri með  einstaka skúr eða éli af og til. Ekki undan neinu að kvarta og ég fer gangandi í skólann alla daga. Það er gott.

Nú er bensínið að hækka, engin ástæða til að eyða því þegar ekki þarf, gott mál.

Í kvöld var frumsýnd auglýsing frá símanum, um örugga netnotkun.  Þar var eitt barnabarnið í hlutverki og henni tókst það vel. Norpandi á tröppunum og var svo útilokuð. Allir krakkarnir skiluðu sínu svo vel að ég fékk hroll, og eiginlega tár. Líklega þýðir það að auglýsingin hafi áhrif, fólk hugsar sinn gang. Og það er gott.

Eftir áramótin hefur verið rólegheita yfirbragð á öllu og (flestum) í skólanum. Auðvitað koma einstaka uppþot, eins og hlýtur að verða í svona stóru samfélagi. En í heildina er bragurinn afslappaður og þægilegur. Það er mjög gott.

Á morgun er föstudagur, helgin er að koma einu sinni enn. Tíminn líður alveg ótrúlega, sem kannski er ekki alveg það æskilegasta. En sumarið nálgast og það er gott. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Já, þetta er flott auglýsing og Urður stóð sig vel

Grjónó á morgun?

Josiha, 17.1.2009 kl. 02:17

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já.

Helga R. Einarsdóttir, 17.1.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband