Nú skelfur allt í Rauðholti

Jarðskjálftinn í maí rifjaður upp í janúar. Það er verið að brjóta upp tröppurnar til að komast að röri sem fór í sundur í "stóra skjálfta". Ég sit hér inni og reyni að heyra ekki loftpressubarninginn og finna ekki titringinn í gólfinu. Verst að nágrannarnir vita sennilega ekki sitt rjúkandi ráð. Byrjað að brjóta niður húsið eftir kvöldmat á föstudegi?   Þau vita ekkert að þetta snýst bara um tröppurnar.

Það er nú reyndar ekki svo hættulegt með þetta fjárans rör, bara afrennslið af húsinu sem liggur út í bílskúr og hitar þar svolítið upp. En þetta eru engar smátröppur sem þarf að mölva. Eins gott að hann Steinn nágranni hefur til þess réttu græjurnar. En það liggur við að ég fái í magann af þessum titringi og hávaðinn er heilmikill. 

Kannski fer ég bara í heimsóknir á meðan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Það verður gaman þegar þetta er búið

Josiha, 9.1.2009 kl. 23:45

2 identicon

Kemst maður þá ekki inn?

mýrarljósið (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 01:22

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Jú - það er búið að reisa stiga. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 10.1.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband