Hvað er það sem skiptir máli?

Bjarni Ármannsson búin með fyrsta vers í syndaaflausn. Skiptir engu máli, og ég efast um að hann finni friðinn þó hann komist að sjötta versi.

Þáttur um þróun mannsins í sjónvarpinu. Skiptir engu máli, þetta er leikið. Ég ætlaði að horfa, en svo fattaði ég að þetta var ekki ekta, heldur bara tekið upp einnhversstaðar í stúdíói á síðustu árum.

Og hverju skiptir svo sem þessi þróun? Mannskepnan hefur lítið lært og hagar sér eins og apar sem berjast um banana ef færi gefst til að hygla sér og sínum.

"Árið framundan verður viðburðaríkt og jákvætt" segir stjörnuspáin um mig. "það verður mikið um samkvæmi, skemmtanalíf og vinafundi". Skiptir það einhverju máli? Ég reyni alla daga að vera frekar jákvæð en skemmtanalíf hef ég lítið að gera með núna.

Annað með  vinafundina - vinir skipta vissulega máli.

"Kunnátta mun varpa mér í sviðsljósið og velgengni banka uppá hjá mér". Skiptir engu, maður gleypir nú ekki svona bull á mínum aldri.

Það er ekki ég sem skipti máli á þessu nýja ári.

Það sem skiptir máli er  fólkið sem á um sárt að binda. Þau sem hafa misst vinnuna og eru að missa aleiguna. Þau sem hafa misst ástvini, eða glíma við veikindi. Þau skipta máli. Unga fólkið sem er að leggja af stað útí lífið og fær hvergi vinnu, það skiptir máli.

Við þurfum að halda vel hvert utanum annað, það skiptir máli.

Eina klausu í stjörnuspá ársins held ég að gæti komið sér nokkuð vel að muna. 

"Taktu þátt í íþróttum, skemmtunum og leik með börnum, vinum og fjölskyldu og njóttu skemmtilegra stunda með þeim". Það gæti skipt máli.

Og dettur mér nú snjallræði í hug!

Í mörg ár höfum við hugleitt "hátíð á róló". Gerum það núna í sumar - haaaa?

Einn laugardag á miðju sumri höldum við Austurbæjarhátíð á róló. Allir velkomnir sem vilja vera vinir okkar sem höfum átt hér heima, sumir öll árin, aðrir einhver ár eða bara þegar þeir voru litlir. Hrekkjusvín og boltabullur, stríðnispúkar og bestuvinir.  

Gerum þetta? - Það gæti skipt máli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband