"Það hefur verið komið að máli við mig"

Hvað eftir annað á síðustu mánuðum hef ég verið spurð hvers vegna ég sé ekki með.

Ég hef kannski hugleitt það aðeins, en ekki lengi. Neikvæðar lýsingar eru of margar fyrir mig. Það er sagt að þetta hafi leitt til fleiri hjónaskilnaða en nokkuð annað á síðasta ári. Þó veit ég ekki alveg hvernig það kemur til. Af því að þarna sé talað um og í kringum fólk sem ekki hefur nokkur ráð með að verjast - kannski? Af því að þarna hitti maður daglega gamla kærasta sem leiði svo til upprifjunar af ýmsu tagi? Getur verið, en ég hitti nú mína gömlu kærasta nokkuð reglulega - í Bónus eða sundaluginni - jafnvel í vinnunni líka.

En það hefur aldrei haft neikvæðar afleiðingar, ég held að okkur öllum finnist það bara skemmtilegt. Enda voru mínn gömlu sambönd svo saklaus  að "skömm" væri frá að segja. 

Ég er bara ánægð með ástandi eins og það er. Ef ég þarf að lýsa skoðunum get ég gert það hér. Ég hef ákveðið að vera ekki með - í Fésbók. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gleðilegt nýár, frænka mín góð, og þökk fyrir liðinn tíma. Sama kveðja til allra þinna sem hana vilja þiggja.

Ég óska þér líka til hamingju með skömmina sem þú lýsir hér - það er svo miklu þægilegra að geta hitt gömlu kærastana/urnar með bros á vör og notalegu vinaknúsi heldur en ef maður þyrfti að bregða höfðinu undir handlegginn.

Annars er ég m.a. að senda þessa athugasemd til að vita hvað ég kemst langt með bloggið. Ég veit að ég er ekki bloggforsíðutækur lengur og get ekki bloggað út á fréttir, enda ekki sjálfur ábyrgur orða minna lengur!

Sigurður Hreiðar, 2.1.2009 kl. 17:38

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Sæll og takk frændi minn.

Ertu búinn að reyna að ráðast á frétt?

Aldrei að vita hvað mikið er að marka svona hótanir. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 2.1.2009 kl. 17:46

3 Smámynd: Josiha

Hehehehehe.... þú ert svo fyndin  Það eru kostir og gallar við allt... en ég held að flestir séu sammála um að facebook sé rosalega skemmtilegt fyrirbær  Svo á fólk nú bara að hafa vit á því að vera ekkert að adda gömlum kærustum. Ég meina, til hvers ætti fólk að gera það? Það sem er liðið er liðið. Þýðir ekkert að vera að spá í fortíðinni

Josiha, 5.1.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband