29.12.2008 | 14:30
Nú er allt á réttri leið
Til birtunnar, vorsins og sumarsins, með bjartar nætur og blóm í haga.
Eins og ég hef víst oft sagt þá eru jólin í minum huga hátíð ljóssins í raunverulegri merkingu. Ekki kertaljósa eða rafmagns, seríufjöldinn skiptir ekki máli. Það er sólarljósið sem ég veit að fer nú vaxandi með hverjum degi. Ég hugsa stundum til þess tíma sem við vöktuðum gangbrautina við skólann. Þegar við höfðum litlu börnin hjá okkur og þurftum að fylgja þeim yfir götuna í morgunsárið. Í svartamyrkri í desember, en svo vaxandi skímu eftir því sem leið á janúar. Við skiptumst á, eina viku í senn, og það var svo spennandi að koma eftir viku hlé og líta eftir því í austrinu hvað dagsbrúnin færðist fyrr uppá himininn. Það er ótrúlegt hvað þetta gerist fljótt.
Á litlu jólunum um daginn höfðum við stofujól hjá okkur. Áður en samkoman sjálf byrjaði vorum við smástund í stofunni okkar og skiptumst á pökkum, borðuðum smákökur og höfðum kósý. Ég sagði þá krökkunum aðeins frá því hvernig lífið var "í gamla daga" áður en rafmagnið kom almennt á Íslandi. Þegar sólin var eini raunverulegi ljósgjafinn.
Þegar börn voru böðuð í hveravatni sem hafði verið látið kólna yfir daginn og þegar ljósin á jólatrjánum voru á kertunum einum. Líka hvaða skelfilegu afleiðingar gátu orðið af kertaljósum á jólatré.
Einu sinni varð svo átakanlegt slys í Keflavík vegna þessa, að börnin mín sátu hljóð góða stund eftir frásögnina og þarf þó nokkuð mikið til að tíundi bekkur með allmörgum "höfuðpaurum" blikni. Við vorum víst öll sammála um að það er gott að halda jól "í boði Landsvirkjunar".
Kortið frá honum Cyril í Wales kom á síðustu dögum fyri jólin. Hann er sem sagt lifandi enn. Reyndar sagðist hann vera eitthvað ræfilslegur, en ekki þó verri en svo að hann veit hvað er í gangi á Íslandi og sagðist vera óskaplega "sorry" vegna bankanna.
Það var sama sagan í öllum öðrum kortum sem komu frá útlöndum. Allir voru verulega leiðir fyrir mína hönd, samt hafði ég sent þeim orð fyrst í desember um það að ég væri þokkalega haldin. Ein vinkonan í Noregi ætlar nú bara að koma - loksins eftir öll þessi ár ætlar hún að láta verða af því að koma í heimsókn - og hver veit nema hún taki með sér eitthvað af olíuauðnum? Ég vissi það alltaf, það getur borgað sig að halda góðum samböndum við.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég elska bjartsýnina.
Offari, 29.12.2008 kl. 14:57
Gott "Offari", það geri ég líka.
Þess vegna myndi ég aldrei segja að þú værir ljótur.
Frekar kannski bara svolítið "óheppinn í andliti".
Helga R. Einarsdóttir, 29.12.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.