28.12.2008 | 21:55
Það er gott að kunna að skammast sín
Mikið óskaplega er ég þakklát og fegin að hefa fengið sómasamlegt uppeldi.
Það munaði svooo litlu að ég færi í jólafríið með þungan bagga á bakinu, en það slapp. Mér fannst ég hafa komið illa fram við ákveðna manneskju og velti mér uppúr því í heilan sólarhring. En á síðustu stundu tók ég af skarið og baðst fyrirgefningar - og fékk ekkert nema ljúft viðmót.
Ég bara get ekki hugsað það til enda ef ég hefði farið í fríið án þess að gera hreint fyrir mínum dyrum. Það er ótrúlega mikils virði að geta viðurkennt eigin mistök og verið manneskja til að segja það upphátt. Húrra fyrir mömmu og pabba!
Og í framhaldi af þessu gengu jólin alveg ágætlega hér á bæ. Matseldin tókst bara vel og pakkarnir stóðu undir væntingum. Afmælisveislan á þorláksmessu var vel sótt, öll börn og barnabörn komu á jóladag og stórfjölskyladan mín mætti svo á annan. Að vísu er ég svo síðustu daga farin að sofa til tíu eða meira en það er allt í lagi, það koma ekki fleiri gestir fyrr en eftir miðnætti á nýársnótt. Auðvitað er öllum velkomið að "droppa" inn hvenær sem er, en helst þó ekki fyrr en orðið er ratljóst.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Voðalega á dóttir þín erfitt með að skilja það að mamma hennar hafi komið illa fram við einhvern án þess að sá/sú ætti það skilið????
Annars ætla ég að nota tækifærið og hrópa 3falt húrra fyrir mínum foreldrum ...höfum það 4falt.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.12.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.