En hvað gerum við þá?

Ef þeim tekst nú að drepa "svínið", eins og manni sýnist eina markmið ýmissa afla í þjóðfélaginu, hvað gerum við þá? "Krónan", sem er verslun, hækkar allt í himinhæðir og engin alvöru lágvöruverslun verður til í landinu. En við - ótíndur lýðurinn getum bara ekki komist af án þess að hafa aðgang að svona verslunum. Við höfum ekkert val, við urðum aldrei rík í "góðærinu". Peningarnir fóru eitthvað allt annað en í okkar vasa.

Við sóttum til Bónusverslananna þá kjarabót sem ofurlaunaðir verkalýðsforkólfar áttu að semja um fyrir okkur. En svo einkennilegt sem það nú er þá getum við þakkað roluskap þeirra að við urðum aldrei rík, svo við eigum núna ekki mikið af peningum til að tapa.

Svona er nú lífið skrýtið á ÍslandiWink.


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áttu við að yfirvöld eigi að hunsa lögbrot vegna þess að lögbrjótar geta séð fólki fyrir einhverju sem því finnst þægilegt að hafa?

Blahh (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Nei "leynigestur" alls ekki, ég bara velti vöngum yfir þessu öllu saman. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 19.12.2008 kl. 23:51

3 identicon

Er það svo öruggt að um lögbrot hafi verið að ræða? Og ef Bónusfeðgar hafa farið illa með neytendur undanfarin ár, hvað er þá hægt að segja um aðra kaupmenn sem hafa verið með miklu hærra vöruverð? Ég er ekki að verja Bónusfeðga en við skulum ekki gleyma því að það er sama hver á í hlut, fólk er (eða á allavega að vera) saklaust uns sekt sannast.

Ég er sammála þér Helga með verkalýðsforkólfana. Þeir ættu náttúrulega að miða sín laun við lægstu taxtana, þá fyrst myndi eitthvað gerast í launamálum. Já og hvar er réttlætið í því að vera með verðtryggingu á lánum en ekki á launum? Hvers vegna látum við bjóða okkur þetta? Getur það verið að við séum svona svakalega fljót að gleyma að okkur er eiginlega slétt sama?

Burkni (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 23:55

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Mig grunar að hér eftir muni minnið fara batnandi.  Og eftir að við höfum einu sinni komist að því að fjöldinn allur af fólki sem við höfum treyst er algerlega samviskulaust og ekki eyris virði, munum við kannski gæta okkar betur. Við verðum að gera það.

Athyglisvert þetta með "aðra kaupmenn". Hvað skyldu þeir hafa stolið miklu af okkur með okri? 

Helga R. Einarsdóttir, 20.12.2008 kl. 00:29

5 identicon

Nú sjáum við endalok þessa "Baugsævintýris". Litli ´Jón góði Ásgeir, með geislabauginn sinn fer að fylla á cokekassann í Krónunni. Hann stal af mér 3.000.000.- kr. og býður ekki einu sinni upp á kaffi ! Peningamarkaðssjóðir Landsbankans afskrifuðu skuldir hans um 60 % ! Má ekki tala um það, er það ? Flott pakk þarna.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 00:37

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið rétt, við áttum ekkert val og eigum ekkert val. Eða það virðist mér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.12.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband