12.12.2008 | 20:13
Hvað á að skera niður í stjórnsýslunni?
Hvað með sendiráð og ráðuneyti, mætti ekki draga svolítið úr þar? Og kannski ættu allir þingmenn og aðrir í ráðandi stöðum að láta sér nægja eitt launað starf. Og þingmenn eiga ekki að vera í námi meðfram þingmennskunni. Þeir eru kosnir til að vera á vinnustað á vinnutíma og fá alveg bærilega borgað fyrir það. Og ef þeir fara að snúa sér alfarið að því sem við réðum þá til, þá geta þeir sagt aðstoðarmönnum og ráðgjöfum upp og séð sjálfir um sín mál.
Aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna komu til sögunnar um leið og allt það mislukkaða sem við ætlum nú að kasta á bak við okkur eins og hann Jesús gerði við syndir mannanna hér í eina tíð. Ég veit ekki hvort hann gefur séns á þessháttar þjónustu lengur, trúi varla að hann kæmist yfir það með góðu móti. Kannski er líka liðin tíð að nokkur maður biðji hann um þessháttar greiða.
Tillögur um mikinn niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Helga manni blöskrar. Það er ekki nóg að hafa aðstoðarmenn sem ég veit ekki hvað eiga að gera. Heldur kvarta þingmenn yfir því að hafa ekkert að gera vera afgreiðslumenn á plani það er gott að hafa aðstoðarmenn á plani eir það ekki. Þessir þingmenn eiga að semja frumvörp sem eiga að vera okkur almúganum til hagsbóta í brá og lengd en ekki að bíða eftir fyrirskipun að ofan. Hvernig væri í fyrirtækjum ef allir byðu eftir skipun að ofan ég er hræddur um að þa´værum við komin á samastað og Kúpa og gömlu Sovét. þeir eiga að vinna og koma stjórnvöldum þá á óvart með sínu frumkvæði.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 12.12.2008 kl. 20:41
Það mætti halda að þessir gaukar kunni ekki að nýta sér nútíma tækni sem heitir t.d tölva og tölvupóstar.. Hvernig væri nú bara að hætta með öll þessi sendiráð og láta bara 1-2 vera hér heima og svara tölvupóstum og ef eitthvað " merkilegt" gerist væri þá hægt að senda þá " sem í flestum tilvikum eru karlmenn" taka bara næsta flug í það land sem þarf á sendiherra að halda. Flug, tölva og meir að segja eru til fjarfundir og alles..og það væri hægt að spara milljarða í því máli.
Helga frænka fer svo í framboð og ég skrifa undir meðmæli. Helga fer svo líka í framboð sem formaður VR og ég skrifa undir meðmæli þar líka. Helga frænka fer svo á alþingi og ég skrifa undir meðmæli þar líka.. Bara nefna það og ég geri það án þess að hika.
Erla frænka (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 22:05
Sæl frænka! Ef þú ætlar að skrifa mér meðmæli til margra embætta ertu nú held ég farin að "bíta í skottið á þér". Enginn á að gegna nema einu mikilvægu embætti, og reyna þá að sinna því almennilega. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 12.12.2008 kl. 22:18
Satt er það Helga, best er að sinna einu embætti vel. En ég er sammála Erlu, hef reyndar sagt þetta sama í mörg ár. Það eiga að vera miklu færri sendiráð, ef nokkurt, og svo eiga sendiherrar að vera staðsettir hér með fartölvu og skjalatösku.
En ég veit að þú ert góð í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur. Verst er að flest er bundið við flokka ekki einstaklinga þegar kemur að framboði til Alþingis.
Bestu kveðjur úr Rangárþingi.
Burkni (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 07:01
Ó - Burkni! Þakka þér uppörvandi ummæli. En seint kemur að því að ég fari í nokkurt framboð. Ætla alla vega að bíða þangað til ég fer "yfir um", kannski verða aðstæður þar þá slíkar að mér finnist "minn tími kominn". Bið að heilsa þeim sem ég þekki í kringum þig og líka gleðileg jól. Kv. Helga.
Helga R. Einarsdóttir, 18.12.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.