17.11.2008 | 21:39
Grágæsirnar fóru suður í vikunni sem leið
Kannski til Skotlands, eða Írlands eða þá eitthvað miklu lengra.
Ég var í sundlauginni í birtingu á sunnudaginn fyrir viku. Það var heiður himinn og svolítil norðanátt. Allt í einu sá ég á himninum í suðri stóran gæsahóp í oddaflugi. Svo kom annar, og síðan margir. Fleiri hundruð gæsa komu þarna saman í minni hópum og sameinuðust í einum ofurstórum, sem raðaði sér í stórn odd, og svo flugu þær á móti sólarupprásinni.
Kannski fóru þær í þessum áfanga bara á einhvern góðan stað á suðurströndinni. Þangað hafa svo komið gæsirnar af norður og austurlandi til að verða samferða suður. Varla trúi ég samt að þær ferðist allar í einum hóp. Það væri allt of mikið og algerlega ómögulegt að hafa stjórn á. Þetta flug gæsanna er ekki bara skyndiákvörðun og handahófsframkvæmd. (vængja)Þær hafa betra skipulag og sambönd sín á milli en - alla vega þeir "stjórnendur" sem við þekkjum best.
Þennan sunnudag fórum við hjónin svo í "safnaferð" um Flóann. Komum við hjá Óla í Forsæti og Siggu á Grund, en eftir það hittum við aðallega ferfætlinga - jú og svo stelpurnar í sjoppunni á Stokkseyri.
Enn er til fyrir bensíni í sunnudagsbíltúr og kók og prins í sjoppunni. Reyndar ákvað ég að hafa það STAUR í þetta sinn: Veljum íslenskt.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Uss - uss, þarna er felumynd. Bara klikka á tölurnar í rammanum þá birtist þriðja myndin. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 17.11.2008 kl. 21:49
það er gaman að horfa á gæsirnar á flugi. Já og veljum íslenskt. Ætla að klikka á þriðju myndina.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.11.2008 kl. 22:32
Já, fallegir hestar.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.11.2008 kl. 22:32
Fallegir hestar - og staur er góður
Josiha, 18.11.2008 kl. 00:19
Flottar myndir.
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 13:38
Það var nú gott að ég var búin að fá gæsina í áramótasteikina áður en hún hvarf af landi brott. Við veljum nefnilega líka íslenskt.....
Sigþrúður Harðardóttir, 19.11.2008 kl. 13:09
Eitthvað hefur hann nú kostað, staurinn í sjoppunni á Stokkseyri.
Keypti klósettpappír á Eyrarbakka um daginn, hefði getað keypt heilan gám á sama verði í Bónus.
GK, 22.11.2008 kl. 01:34
Sæl Helga......
Já ég hef orðið fyrir miklu einelti frá gæsum undanfarið, og á öllum árstíðum. Stundum sátu þær fyrir mér eldsnemma á morgnanna þegar ég var að fara í flug. Stundum sátu þær fyrir mér eldsnemma á morgnanna þegar ég var að koma heim af skralli. Stundum umkringja þær mann ef þær sjá að maður er með mat. Stundum egna þær sig gegn manni á vorin þegar þær eru með unga. ..... Gæsin er að verða að skæðasta rándýri Íslands. Persónulega er óttast ég mun frekar hóp af gæsum en einn ísbjörn einhvers staðar á stangli..............Hvað er til ráða, ég er að hugsa um að við ættum að fara að prenta bæklinga og senda í öll hús, Gæsavarnir. Kannski verða ekki lengur refaskyttur í hverju sveitarfélagi heldur gæsaskyttur, setjum upp fuglahræður í alla leikskóla og grunnskólagarða........
SGSG Samband gegn Skæðum Gæsum......
Helga hér með bíð ég þér að verða stofnfélagi í þessu félagi..........Kannski einn daginn þá verðum við með sýningu hérna á Bókhlöðunni um afrek okkar, í augnablikinu er sýning Öldungadeilar Skýrlslutækna(nei ég er ekki að grínast) .....
Bestu kveðjur Þinn Frændi Orri
Orri úberlærari að stelast til að lesa blogg þegar hann á að vera að lesa á þjóðarbókhlöðunni..... (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 16:37
Takk fyrir komuna Orri - þú hefur bara gott af að líta uppúr bókunum öðru hvoru. Ég er alveg til í að skoða þetta með sambandið gegn gæsunum. Þó myndi ég fyrst þurfa að bera málið undir tengdasoninn, sem er sá eini í minni fjölskyldu sem hefur sýnt einhvern áhuga á þessum fuglum. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 24.11.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.