3.11.2008 | 21:13
Margt hefur skemmtilegt skeð - í máli og myndum
Einu sinni átti ég bók sem hét "Margt getur skemmtilegt skeð", alla vega held ég að það hafi verið bók en ekki saga. Kannski eftir Stefán Jónsson?
Hvernig er hægt að lá mér það að muna ekki svona smáatriði eftir öll árin.
En hvað með það - ég ætla að stela þessum titli- og breyta aðeins, og segja ykkur frá einu og öðru skemmtilegu sem mér dettur í hug þagar ég skoða myndirnar mínar.
Við hjónin höfum alltaf verið rosalega dugleg að ferðast innanlands. Byrjuðum á því þegar börnin voru lítil og tókum þau þá með.
Víðfræg er ferð um sumar, farin í átt að Veiðivötnum.
Fararskjótinn "OPEL REKORD´55". Við tvö og Einar og Guðbjörg, sennilega sex og þriggja ára. Ekið sem leiðin lá upp Landssveit og allt þar til komið var að smásprænu nafnlausri. Þar var vaðið útí, en reyndist dýpra en sýndist. Opelinn hikstaði og bað um að skift yrði niður. Ekkert mál, stigið á kúplingu gírað niður - og það drapst á honum. Í miðri sprænunni. Svo fór að grafa undan - meira og meira og vatnið flæddi inn á gólfið, uppí sætin og Guðbjörg grenjaði. Þegar vatnið fór að sullast uppá sætisbökin tók húsbóndinn til sinna ráða og bar okkur hvert af öðru úr bílnum uppá bakkann.
Þetta var nú bara spræna, en virtist botnlaus. Við biðum svo þarna góða stund þangað til hann Gunnlaugur á Borg ( heitinn) kom á karrígula Range Rovernum sínum og dró bílinn uppúr - afturábak. Þetta fékk svo farsælann endi nema hvað Mogginn, sem ætlað hafði verið að lesa í tjaldi í Veiðvötnum, varð þarna svo rennandi blautur að nærri ógerlegt var að fletta honum þar sem tjaldað var, í góðri laut á Rangárvöllum. Engar myndir eru til úr þessari ferð, þetta var á tíma kreppunnar fyrri, þegar engin myndavél var til, enda eins gott, það hefðu aldrei verið ráð til að láta framkalla. Hins vegar eru hér myndir af okkur hjónum úr ferð sem við fórum ásamt fleirum og nokkrum börnum, austur í Mýrdal og þar var tjaldað við Heiðarvatn. Seinni nótt svo vestan við Múlakot í Fljótshlíð. Það var frábær ferð og mér sýnist svolítið í anda hennar Stellu sem fór í orlof.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sko núna ræð ég mér ekki, ég bara verð að komast í útilegu! er að fara í eitthvað ferðalag um skotland um helgina, kannski hjaðnar þetta eitthvað þá en um leið og það verður nógu hlýtt til að fara í útilegu næsta sumar þá dreg ég ykkur öll með!
Væri brjálað fjör að smala saman ættingjum sem kunna að skemmta sér! úr þinni og afa ætt og slá upp smá stuðkompanyi!
Ég fer að semja boðskortið
Helga Krónprinsessa (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:10
Flott að þú færð tækifæri til að skoða landið. Það er einmitt það sem svona útileguferðir snúast um. Taktu vel eftir öllu, taktu myndir og vertu viss um að vita af hverju þær eru. Þetta verður góður undirbúningur fyrir sumarið. kv. til bestu krónprinsessu í heiminum frá ömmu hennar.
Helga R. Einarsdóttir, 3.11.2008 kl. 22:16
Skemmtilega rautt tjaldið.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.11.2008 kl. 22:19
Ég *táraðist*... bara af því mogginn blotnaði!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 3.11.2008 kl. 23:53
Mig langar í útilegu!
(Kannski bíð ég samt til næsta sumars...)
Josiha, 4.11.2008 kl. 00:21
Ég varð svo "cought up in the moment" að ég bjó til boðskort á ættarmót og fór að grennslast fyrir um ömmu ninnu og systkini hennar, en ég held það vanti alveg fullt af fólki þarna... hérna er slóðin á það sem ég fann:
http://www.trkoed.dk/Familien/stor_familie/html/fam/fam06677.html
En þú ert svo vel að þér í ættfræði að þú mátt endilega (ef þú hefur tíma og nennir því) reyna að finna nöfnin á öllu þessu fólki, allavega systkinunum og við (ég,Katrín og Ása Ninna, sjálfskapaða ættarmótsnefndin) getum séð um rest :) en ef þú hefur ekki tíma til þess þá hljótum við nú að geta reddað okkur einhvernvegin.. ætlum að senda út bréf um fyrirhugað ættarmót, svo annað bréf sem segir nánar frá þegar nær dregur sumri en áætluð helgi er 19-21 júní
og er það ekki rétt hjá okkur að það hafi seinast verið haldið árið 1995?
já, mér leiðist hérna ;D hahaha..
Helga Krónprinsessa (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 20:36
Iss - krónprinsessa - þér leiðist ekki neitt. Þú ert bara ekki svoleiðis týpa sem lætur þessháttar vitleysu eftir sér. Vertu fegin að vera ekki hérna núna, allir vælandi um kreppur og vandamál, jafnvel þó þeir séu svosem ekki í neinum vanda. "Bara kannski einhverntíman seinna". Þá er nú bara nógur tími til að kvarta. Hafðu það sem best ljúfan mín, við finnum útúr þessum ættingjum um jólin. Þú getur notað tímann þangað til,til að semja hátíðarljóð.Kyss og faðm og kremj, amma Helga.
Helga R. Einarsdóttir, 5.11.2008 kl. 21:41
Voða eru þetta krúttlegar myndir
Krónprinsessa, taktu mark á ömmu þinni og njóttu þín þar sem þú ert.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.