jeppaferðirnar - framhald

það var ekki bara farið í jeppaferðir á vetrum. "Sumarið er tíminn", eins og þar stendur og þá fórum við líka í langar og stuttar ferðir.

Einu sinni fóru þessir þrír jeppakallar, sem ég talaði um í gær, í langferð austur undir Eyjafjöll. Auðvitað með konurnar þrjár - til að sjá um nestið.

Á þeim árum var enginn skottúr að komast svo langt sem þarna var ætlað, alla leið austur að Skógum.  Einbreiður malarvegurinn lá til að byrja með á líkum slóðum og núna, alla vega austur á Hvolsvöll. Þaðan var helst farið um Fljótshlíðina, vegurinn í Landeyjar lá bara að bæjunum í Landeyjunum. Þröngar og niðurgrafnar göturnar lágu utaní grasi grónum brekkunum í Fljótshlíðinni. Fyrir neðan túngarð og stundum svo nærri bæjum að vel mátti finna ilminn af sunnudagslærinu hjá konunum á bæjunum. Auðvitað þó ekki nema ferðast væri á sunnudegi.

Svo var farið niður með Markarfljótinu að brúnni, og svo yfir hana. Þá var komið að Brú, þar sem hann Eysteinn bjó.  Mig minnir að Eysteinn væri vegaverkstjóri þeirra Rangæinga og hann var líka pabbi hans Jenna, sem var í öðrum bekk þegar ég var í þriðja á Skógum. Jenni var skemmtilegur, en ég hef ekki séð hann í mörg mörg ár, held að hann hafi flutt til Nýja Sjálands, eða einhvers annars lands hinumegin á hnettinum.

Ekki kemur þetta nú jeppaferðalaginu neitt við, ég kom aldrei inn í þetta litla hús, sem hét þessu einfalda nafni - Brú. Það var blíðuveður, og þegar undir fjöllin var komið tóku ferðalangar á jeppunum á sig krók innað Seljavallalaug. Á Seljavöllum bjó einu sinni hún Margrét langömmusystir mín. Maðurinn hennar fórst í lendingu við Landeyjasand og Margrét varð ekkja á Seljavöllum. Hún fékk sér að sjálfsögðu ráðsmann og tók svo saman við hann. Örugglega hagkvæmara heldur en að þurfa að borga ráðsmannslaun. Þau fluttu svo út í Landeyjar - að Hildisey. Þegar við vorum þarna á ferðinni  voru þau að sjálfsögðu löngu farin - hún var sko langömmusystir mín. 

Við fórum í laugina á Seljavöllum, ég hafði ekki komið þar fyrr. þegar ég var í Skógaskóla var sundlaugin þar alveg splunkuný. Áður hafði verið farið með krakka í laugina á Seljavöllum og flestir jafnaldrar mínir í sveitinni höfðu lært þar að synda. 

Það var eins undir Fjöllunum og í Fljótshlíðinni, vegurinn lá við bæina. Það var miklu skemmtilegra að ferðast þarna á þeim tíma. Oft hitti maður fólk útivið sem vildi spjalla og við hvern bæ kom hundur hlaupandi í bílinn. Kettir og hænsni þvældust gjarnan fyrir á hlöðunum og ef þannig stóð á að verið væri að reka beljurnar í eða úr fjósi gat maður þurft að bíða góða stund. Og þar þþyddi nú ekkert að vera með einhverja viðkvæmni útaf efninu í veginum, kúaskítur, mold eða möl, það var bara þannig. Þá var notalegt að ferðast um sveitirnar.

Þegar komið var að Skógum fórum við út með brekkunni fyrir utan safn og fundum þar prýðis  tjaldstæði. Þarna vorum við svo í góðu yfirlæt, fórum í gönguferð að Skógafossi og svo líka inní Kvernugil, alveg inn að fossinum og ég sýndi ferðafélögunum, sem ekkert höfðu þarna vit á neinu, hvernig hægt er að fara á bakvið fossinn. 

Næsta dag var svo snúið til baka, sennilega ekki seinna en um hádegi. Þetta var ekki fjarri því að vera dagleið.

Myndir eru þrjár sem ég finn:

Ein frá Seljavallalaug og svo tvær af tjaldstað austan við Skógasafn.Scan10014Scan10015Scan10016

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur greinilega verið rosalega gaman!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:16

2 identicon

vaaaá hvað mig langar í útilegu núna, við verðum að fara næsta sumar, öll familían.. það væri æði.. Mín fjölskylda fer ekki lengra en á flúðir, verða bráðum svo menningarsnauð að þau gleyma hvar akureyri er..!

 og ég verð að segja að mér finnst þvilikt gaman að lesa svona blogg! :D alveg æði

Helga Krónprinsessa (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk Helga mín krónprinsessa, það er alveg sjálfsagt að fara í útilegu, en núna finnst mér heldur kuldalegt til þess. Ég skal reyna að viðhalda menningarþroska foreldranna á meðan þú ert í burtu og rifja upp með þeim öðru hvoru hvar Akureyri er. kv. og mikið faðm - amma Helga.

Helga R. Einarsdóttir, 29.10.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Nú er Helga krónprinsessa orðin fullorðin!...get svarið það.

Fyrir 5 árum þegar hún var með okkur í Breiðafjarðarsiglingu á spíttbát, tók hún það skýrt fram að við ættum okkur ekkert líf...hahaha.

Hlakka til að ferðast með ykkur Helgurnar mínar hátignu!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 30.10.2008 kl. 00:05

5 identicon

Haha kannast sko við þetta. Nennti sko EKKI að þvælast um allt með famelíunni á ákveðnu tímabili, svo fór maður að kvarta yfir því að ekkert væri gert...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 01:47

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Við getum alveg byrjað að skipuleggja þessa útilegu.

Fæ ég tillögur um hvert ætti að fara?

Eins gott að mér takist að koma í veg fyrir að afinn gefi skátunum tjaldið

. Það er alveg heilt með stórum himni, pláss fyrir fimm fullorðna, eða átta krakka.

Helga R. Einarsdóttir, 30.10.2008 kl. 08:44

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta tekur mig til baka í tíma.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.10.2008 kl. 19:42

8 identicon

hvað með þangað sem þið fóruð??

svo þarf líka einhver að fara að plana álfaskeið, er búið að vera á döfinni hjá mér katrínu og ninnu í svona 3 ár en við höfum ekki komið því í verk enn.. þurfum einhvern með viti eins og þig eða mömmu til aðstoðar..

:*

p.s. ömurlegt með deiliskipulagið.. ég á engin orð yfir hvað ég er leið

Helga Krónprinsessa (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 23:48

9 identicon

Já, Álfaskeið takk fyrir! :D

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 00:15

10 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Það er ekkert til að vera leið útaf Helga mín,  bara gefa því tíma - og við höfum nóg af honum. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 31.10.2008 kl. 16:55

11 identicon

Ég hélt að  tjaldmálum hefði verið reddað þarna um kvöldið og rök færð fyrir notagildi þess í nánustu framtíð.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband