1.10.2008 | 22:14
Þungar byrðar að bera til grafar
Ég er nú bara svo aldeilis hissa á þessu fjármálarugli sem dynur yfir þessa dagana.
Greinilega margir verr settir í þeim efnum en ég og mínir líkir - þessi allslausu.
En þó ég hafi ekki stórvægilegar áhyggjur, sem kannski er vítavert kæruleysi, get ég ekki annað en pælt aðeins í því hvernig fólkið talar í fjölmiðlunum, og hvernig því hlýtur að líða.
Það virðist skiptast í tvær fylkingar og ég held að fæst af því segi satt, eiginlega get ég ekki sagt að ég trúi nokkru þeirra. Er enginn á Íslandi traustur, vitur og algerlega hlutlaus sem hægt er að leita álits hjá? Einhver sem myndi bara segja satt og rétt frá. Að skrökva að alþjóð um svona veigamikil mál hlýtur að vera slæmur baggi að burðast með það sem eftir er ævinnar.
Hvenær skyldi koma að því að einhver treysti sér ekki til að fara yfir móðuna miklu með syndirnar? Það var nú bara slembilukka og frekjan í kerlingunni sem kom sálinni hans Jóns inn fyrir hliðið hjá Lykla Pétri. Það hlýtur að koma að því, einhverntíman, að einhver segi okkur á dánardægri hvernig liggur í þessu öllu saman, hver sagði satt og hver ekki, haustið 2008.
Í dönskutíma í stofu 16 tók ég myndina af veðrinu í dag. Hún er ekki alveg nógu góð, aðeins skökk, en verður að duga.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er nú svona frænka góð, hver hefur sinn davíð að draga!
Kv. í bæinn
Sigurður Hreiðar, 1.10.2008 kl. 22:29
Flott skuggamynd!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 1.10.2008 kl. 23:29
Mikið er nú skemmtilegra að skoða myndirnar þínar og fínt að hafa þær skuggamyndir.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 14:26
Ekki var himinn blár hjá þér í dag.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.10.2008 kl. 15:34
Jú Jórunn, reyndar var hann það. Myndin er tekin í gegnum gluggatjöldin. kv
Helga R. Einarsdóttir, 2.10.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.