30.9.2008 | 21:25
Húsin á Selfossi jöfnuð við jörðu - og svo er það veðrið
Ég fer alltaf gangandi í skólann, í hvaða veðri sem er og vel stundum aðrar leiðir en þá beinustu.
Um daginn heyrði ég mikil vélahljóð og hávaða þegar ég var að leggja af stað heim og virtist koma frá Birkivöllum. Þá fór ég auðvitað þá leið.
Ég fór reyndar nærri um hvað gekk þar á, það var verið að rífa húsin. Tvö hús hlið við hlið voru jöfnuð við jörðu og eru ekki lengur til. Bekkjarbróðir minn frá Skógum bjó í öðru en gamall sveitungi og félagi í hinu. Báðir með góðum konum, en börnin farin að heiman. Bílskúrarnir standa einir eftir óskemmdir, en það er nú svolítið snúið að fara austur á Birkivelli til að setja bílinn inn ef maður sefur sjálfur í Fosslandinu?
Einu sinni þekktu hér allir alla. Krakkarnir sem ólust upp í þessum húsum eiga nú ekki lengur neitt sem heitir "heima". Kannski er þeim alveg sama, en mér finnst það svolítið tómlegt.
Það eru reyndar víðar að verða til eyður hér í bænum. Mikill hluti miðbæjarins var rifinn fyrir rúmu ári og svo er víst eftir að rífa nokkuð mörg hús vegna skjálftaskemmda. Hvað eða hvenær eitthvað kemur í staðinn verður óráðið eitthvað áfram, eins og horfurnar eru núna.
En veðrið í dag var eins og sést af myndinni sem ég tók í morgun þegar við vorum í hreystitíma úti á velli. Reyndar sést ekki á myndinni að hann var hrollkaldur, en þetta var líka snemma morguns.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ekki fyndist mér gaman að sjá húsið á Tryggvagötu 22 jafnað við jörðu, svo ég tali nú ekki um elsku Flúðir...
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 02:16
Ég trúi því að þér finnist tómlegt þegar þessi hús eru farin. Og nú sá ég hvernig verður var á myndunum. Já og mér fannst líka kuldalegt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.10.2008 kl. 11:49
Þetta er mjög skrítið hér í Hveragerði stendur til að rífa einhver hús og þar á meðal "gömlu símstöðina"
Held að mörgum finnist þetta blendið
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.10.2008 kl. 17:03
Það er gott að eiga "heima" í Rauðholti
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 1.10.2008 kl. 18:14
Talandi um "heima"
Ætla nú ekki að ræða það frekar á þessum vettvangi en láttu mig vita það mín kæra .
Mýrarljósið (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.