29.9.2008 | 21:05
Veðurblogg
Mér hlýtur að vera óhætt að blogga um veður þó ég sé ekki til þess lærð. Veðuráhugamennska er held ég þjóðaríþrótt og öllum frjálst að taka þar þátt.
Mér finnst gaman að hlusta á veðurfregnir og enn skemmtilegra að lesa eða hlusta á veðursögur, eins og þeir segja sumir veðurfræðingarnir.
Einar Sveinbjörnsson og Páll Bergþórsson eru snillingar í svoleiðis sögum.
Ég byrja hvern dag á því að gá til veðurs og líta á hitamælinn. Um nætur, ef ég rumska, hlusta ég eftir veðri, er rok eða rigning? Lognið heyrir maður af ánni, ekkert veður og niðurinn heyrist. Annars segja þeir sem vit hafa umfram aðra menn, að áin segi okkur hér meira um veðrabrigði en margur veðurspámaðurinn. Örugglega hækkar niðurinn með kólnandi veðri. í stillum eftir suðvestan áhlaup er líka hægt að heyra í sjónum. Brimið við ströndina lætur þá svo hátt að maður heyrir það hér úti ef umferðin er skaplega hljóðlát.
Ég ætla að skemmta mér við það fram eftir hausti að birta veðurmyndir.
Einar Svbj. birtir kort og útreikninga ( ég hefði aldrei getað orðið alvöru veðurfræðingur með öllum þessum reikningi), en ég ætla bara að birta veðrið á mynd.
Svona var veðrið á Selfossi í dag:
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlakka til að sjá veðurmyndir...þessi er svaka flott!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 29.9.2008 kl. 21:36
Jahérna mér finnst hún æði...!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 29.9.2008 kl. 21:38
Haaa - hver er æði?
Helga R. Einarsdóttir, 29.9.2008 kl. 22:14
Flott mynd. Veit samt ekki hverning á að túlka verðið úr henni. Er dálítið seinþroska.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.9.2008 kl. 22:30
Myndin, kona!
Þetta er æðisleg mynd.
Svo er enn flottara að fynna "lyktina" af sjónum, þáer búinn að vera hressilegur sunnan þræsingur og komið logn.
Það verður fróðlegt að fylgjast með veðurmyndunum þínum.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:31
Þetta er rosa flott mynd! Vá!
Josiha, 30.9.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.