Ég fékk að taka í Taylor ísvél

Í dag á hún Urður afmæli. Það var 20. sept. þegar hún fæddist úti í Ameríku, en þá var nú reyndar kominn 21. hér heima. Síðan eru liðin tíu ár.

Af þessu tilefni fórum við í dag til Reykjavíkur og enduðum veisluhöld dagsins með kvöldverði á veitingastað með afmælisbarninu og fjölskyldu. 

Þar fengu börnin ís í ábæti og meira að segja úr vél.  Mér var boðið að sýna hæfni mína á ísvélina og fannst það ekki leiðinlegt. Tuttugu og þriggja ára þjálfun á slík tæki gleymist ekki svo glatt. Ég fékk fiðring í puttana. Hún hét meira að segja Taylor, hugsið ykkur bara, eins og vélin okkar góða sem við áttum í Fossnesti og við sáum svo mikið eftir. Satt að segja svo mikið að við reyndum í nokkur ár að fá vinnufélagana til að skíra börnin sín eftir henni. Ísidóra Taylor, ekki amalegt nafn, eða Ísleifur Taylor kannski?

Ég var bara hætt að eiga börn á þessum tíma, annars ætti ég kannski fullt af "ísfólki".

Ég man ekki hvers vegna allt í einu þurfti að selja hana austur á Hellu og kaupa nýja vél fyrir okkur? Það var ekkert að henni, eins og við sáum á Hellu nokkrum árum seinna. Og sú nýja hét einhverju bjána nafni sem enginn gat lært- eða vildi læra?

Og auðvitað varð ísinn aldrei jafngóður eftir skiptin.

Taylor er málið, og afmælisveislan varð fullkomin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með  Urði.

Ég vann á Dairy Queen þegar ég var 19 ára og dældi ís úr vélum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.9.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: Josiha

Hihihi

Josiha, 21.9.2008 kl. 20:36

3 identicon

TAYLOR I LOVE IT!!!!

Guðbjörg Elín (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Þú verður bara að láta tattoo-era "Taylor ice" á rasskinnina  

Kveðja ghs

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 21.9.2008 kl. 23:51

5 identicon

Smá nostralgíukast

Alltaf besti ísinn þó víða væri leitað!

mýrarljósið (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband