17.9.2008 | 17:08
Hvar eru peningarnir mínir -
-sem ég er búin að borga í lífeyrissjóði lengst af ævinni?
Eru þeir kannski farnir til útlanda í vösum gráðugra misheiðarlegra fjárglæframanna?
Kemur að því að lífeyrissjóðirnir finni ekki aftur krónurnar sem þeir lögðu í eitt og annað "arðvænlegt"?
Kannski ekki stórmál, þær eru víst einskis virði hvort sem er.
Nýsir á barmi gjaldþrots | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei það þarf nú töluvert meira að ganga á Helga mín til að peningar lífeyrissjóðanna hverfi. Þeir fjárfesta aðeins lítinn part sinna eigna í hlutabréfum. Þó verður ávöxtun þeirra léleg á þessu ári ða öllum líkindum. En það er auðvitað öruggast að eiga bara sauðfé og kartöflugarð:)
Þorsteinn Sverrisson, 18.9.2008 kl. 21:17
Kartöflugarðinn á ég - hef lengi vitað að það gæti komið sér vel. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 18.9.2008 kl. 22:30
Hafðu ekki áhyggjur af lífeyrissjóðunum, Helga mín. Reyndu bara að safna þér sem mestum réttindum hjá þeim því þeir reynast þér drýgstir þegar þú eftir nokkur ár verður rekin úr starfi fyrir aldurs sakir. Hafðu heldur áhyggjur af því sem þú borgar til almannatrygginganna (les: Tryggingastofnunar ríkisins) því þaðan færðu ekki annað en vesælan aumingjastyrk sem hvert tilefni er notað til að rýra eins og kostur er á.
Kv. í bæinn
Sigurður Hreiðar, 20.9.2008 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.