11.9.2008 | 19:49
Ætt og afkomendur Þingvallapresta á átjándu og nítjandu öld
Ég var að taka til um daginn, í skúffum og hillum, möppum og kössum.
Af því varð til stór bunki af handskrifuðum blöðum og voru sum orðin snjáð og illa læsileg. Reyndar svo langt komin á leiðinni til glötunar að ég sá að hér þyrfti skýra hugsun og snör handtök til bjargar. Minnispunktar frá minni ævi, eitt og annað af forfeðrum minum og svo þykkur bunki sem Kristrún frænka mín hefur skrifað og trúað mér fyrir að varðveita.
Þar mátti ekki tæpara standa. Þingvallaprestar og afkomendur þeirra, (hraunfólkið), prestar og tengdasynir sýslumanna og biskupa út um allt land, voru svo nærri því að hverfa af blöðunum að ekki mátti lengur dragast að bæta þar úr.
Mér er ekki lagið að hugsa margt í einu, ekki svona. Best að vinda sér í að koma öllum þessum fróðleik í fast og sýnilegt form í tölvunni og hugsa ekki um annað á meðan.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er nú eins gott að þú fannst þetta. Svo skal ég passa þetta og læt svo næstu helgu (vonandi barnabarnið mitt) geyma þetta.. haha hvernig hljómar það?
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 21:12
Það hljómar vel ljúfan mín elskulega.
Láttu þér líða rooosalega vel.kv.
Helga R. Einarsdóttir, 11.9.2008 kl. 22:05
Gott framtak hjá þér. Svona lagað má ekki tínast.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.9.2008 kl. 23:23
takk fyrir það elsku amma :*
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 14:08
Heldurðu að þú verðir búin að bjarga öllum biskupunum, sýslumönnunum, prestunum og hvað þetta nú heitir allt sem þú ert komin út af og setja í örugga möppu áður en langalangömmubarnið birtist?
mýrarljósið (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.