Vegna fjölda áskorana!

Þar sem afkomendur mínir og perluvinir hafa látið í ljós ákveðnar skoðanir, og mótmæla því kröftuglega að ég hefji langskólanám til þess að komast á hverjum sunnudegi í fjöruna á Borgarfirði eystra hef ég ákveðið að una glöð við mitt.   Ég ætla bara áfram að nýta hæfileika mína sem sálusorgari á sama stað og hingað til.  Þar er líka nóg við að fást og mér finnst það gaman.   Í dag vorum við að skipta jólaskreytingar efninu á milli bekkja.   Á morgun er skreytingardagurinn og það er kakódagurinn og líka föstudagurinn 1. des.

Kannski það sé kominn tími til að fara að huga að jólunum? Ég er samt löngu komin yfir það að fara hamförum allan desembermánuð. Ég þarf að halda einn jólafund og fara í eitt morgunverðarboð, sem verður nú reyndar um kvöld í þetta sinn. Svo þarf að halda jólasveinadaginn hátíðlegan með kakósölu í Tryggvaskála. Það er aðallega eitthvað svona félagslegt sem ég þarf að ljúka. Hitt kemur einhvernvegin af sjálfu sér.

Ég hef aðeins kíkt á jólabækur, en ekki haft tíma til að lesa neitt enn. Ég les helst það sem mér finnst spennandi og ákveð svo eftir á hvað mig langar til að eiga. Það er ekkert gaman að safna að sér einhverjum einnota bókum.  Ég heyrði um eina nýlega sem ég las fyrir löngu síðan, þýdd úr ensku. Hún er núna endurútgefin og heitir sínu upphaflega útlenda nafni. En þegar ég las hana áður hét hún "Fýkur yfir hæðir" og var góð. Svo var líka einu sinni bók sem hét og heitir sjálfsagt enn, "Grænn varstu dalur", hana vildi ég alveg eiga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorrý, ég lét aldrei skoðun mína í ljós með prestsnámið, og eins og svo oft verð ég að andmæla afkomendum þínum og perluvinum, - ég held þú gætir verið prýðilegur prestur, sérstaklega á páskum og við jarðarfarir.  Þú værir mest kúl guðfræðineminn, en svo er spurning hvort þú værir nógu innvígð í prestaklíkuna til að fá þitt óskabrauð.

EÖ. S. H (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 22:25

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég myndi hafa einhver ráð með að múta prestaklíkunni. Ég gæti reynt að halda á lofti skyldleika mínum við Þingvallapresta eldsnemma á nítjándu öld. Þeir voru að vísu ekki allir stórmenni, en það væri óþarfi að hafa orð á því.

Helga R. Einarsdóttir, 30.11.2006 kl. 23:09

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hún fengi ekki sitt óskabrauð...væri örugglega send til Grænlands.

Þá er nú portstaup og hrökkbrauð betra í R 9.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 30.11.2006 kl. 23:11

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

!!!YRÐI send!!!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 30.11.2006 kl. 23:12

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Fýkur yfir hæðir og Grænn varstu dalur. Gott bókaval. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.12.2006 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 197662

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband