Prestur á Borgarfirði eystra

Ég er búin að fá úrslitin úr prófinu sem ég tók um daginn. Prófinu sem átti að segja mér hvað mér hentaði best að vinna við í framtíðinni. Það kom á daginn að ég er á réttri hillu í lífinu. Stuðningsfulltrúi í skóla fullum af fólki, stóru og smáu. En þar með er ekki sagt að ég eigi ekki fleiri möguleika. Ef mér sýnist svo get ég farið í langskólanám og orðið prestur, það væri kannski athugandi. En þá kæmi sér vel að fá stöðu á einhverjum góðum stað sem byði uppá fleiri möguleika. Ég gæti nefnilega líka orðið fréttamaður eða fararstjóri. Þegar ég lít yfir landið, sem ég þekki orðið ótrúlega vel, held ég að ég myndi velja Borgarfjörð eystri. Ég þyrfti ekki að messa nema annan hvern sunnudag og jarðarfarir eru þar frekar fáar. Þess í milli gæti ég farið með ferðamenn í Loðmundarfjörð, þar þekki ég vel til síðan við fórum þangað með honum Skúla. Verst að þangað er ekki fært nema lítinn hluta ársins. En það er líka hægt að fara í styttri ferðir eða í aðrar áttir. Austurlandið hefur heilmikið að bjóða. Svo þegar enginn er á ferðinni myndi ég leita frétta og senda hvort sem er í blöð eða útvarp. Reyndar sjónvarp líka, ég var sögð hafa leikræna hæfileika. það vantar alla vega tilfinnanlega fréttamann þarna í Bogarfjörð. Svo í frítímanum, eftir messu á sunnudögum, gæti ég farið niður í fjöru að tína steina. Fjaran sú geymir marga gersemina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Séra Helga Ragnheiður Einarsdóttir,leikrænn fararstjóri segir fréttirnar... galiðég set X við stuðningsfulltrúann

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.11.2006 kl. 22:41

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ekki slæmir kostir.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.11.2006 kl. 15:26

3 identicon

Æ ég held ekki, þú ert ágæt eins og þú ert.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 197661

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband