Ég verð að hrósa Fjöruborðinu

Og svona fer ég að því: Undanfarin ár hefur fjölskyldan komið þeim sið á að fara í humarsúpu á Fjöruborðinu 17, júni. Alltaf vel heppnað og þjónustan frábær og hingað til, alltaf á íslensku. (Samt eru þetta engir fordómar).

Af því að ég var áðan komin á Borgarfjörð eystra datt mér í hug að í þeirri sömu ferð gerðum við ferðafélagar okkur eitt sinn dagamun  og ákváðum að fá okkur humarsúpu á veitingastað.  Það var þó aldeilis ekki á Borgarfirði.

Við komum inn í veitingahúsið og biðum við útidyr eins og maður á að gera á betri stöðum. Það varð engin bið og ung og snotur stúlka kom til okkar. "Getum við fengið borð fyrir fjóra"? Hún svarað "já" og leiddi okkur að borði við gluggann.

Rétt strax kom hún með matseðla og svo vatn í könnu og glös. Hröð og góð þjónusta, enda ekki margir þarna inni. Við skoðuðum hvað  boðið var á seðlinum, en vorum svo nokkuð ákveðin að skella okkur á humarsúpuna. Kölluðum þó í stúlkuna og spurðum svlítið nánar. "Er brauð með súpunni"? "Já". "Er þetta ekki alveg full máltíð"? "Já". 

Afgreitt mál við skellum okkur á súpu fyrir fjóra.

Afgreiðslan var eldsnögg. Hún kom með brauðið í lítilli körfu og svo fljótlega súpuna. Nokkrir útlendingar voru að tínast inn og reyndar sýndust flest borðin vera frátekin.

Súpan var "ágæt", en ekki þó eins og á Fjöruborðinu, og það var frekar lítið á diskunum. Fyrsti diskur auðveldur að innbyrða, samt reyndum við að borða kurteislega og ekki hakka allt brauðið í okkur strax.

Nokkur tími leið frá því við vorum búin þangað til stúlkan kom. "Getum við fengið ábót"? spurðum við þegar hún bauð hana ekki af fyrrabragði. "Já", - og meira brauð? samt vorum við ekki búin með það. "Já".

Svo fór hún að taka saman diskana. Váá! - aldeilis flottheit - bara nýir diskar fyrir seinni hálfleik! Hún fór með diskana - og tók brauðkörfuna líka.

Nú leið langur tími --. Súpan var löngu sjötnuð og við eiginlega orðin hálfsvöng aftur. Vatnið búið úr könnunni og glösin tóm.Við vorum líklega farin að ókyrrast í sætunum því piltur sem var þarna við þjónustu var farinn að gefa okkur auga. Stelpan var algerlega horfin.

Á endanum kom hann til okkar myndugum skrefum beint innan úr eldhúsi, hafði þá líkega farið þangað að kynna sér málavöxtu. 

"Hm - þetta með súpuna- hm, það á ekki að vera neitt meira. "Nú? okkur hafði nú eiginlega skilist annað. "Hún er sko útlendingur og vissi ekkert hvað þið voruð að tala um, "ábót" gat alveg eins þýtt "mjög gott". Þess vegna sagði hún auðvitað já -já- já.

Jahhá - auðvitað -já já - svona var það nú þarna. Blessandi Fjöruborðið í bak og fyrir- þó í mörghundruð kílómetra fjarlægð væri, röltum við út og fórum að leita að einhverjum stað þar sem hægt væri að seðja hungrið  - bara pizzur eða eitthvað. Við vorum orðin sársvöng.  

Farið á Stokkseyri ef ykkur langar í humarsúpu - þar klikkar ekki neitt! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Fjöruborðið er einn besti veitingastaður á landinu

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.8.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Um verslunarmannahelgina fór ég á Stokkseyri með yngsta syni mínum.  Við fórum á Álfa- og draugasafnið - þar var bara hægt að fá leiðbeiningar á ensku.  Síðan fórum við á Draugasetrið, þar var töluð íslenska.  Svo fórum við í Töfragarðinn, þar voru okkur seldir miðar á ensku og síðar urðum við svangir og vildum kaupa vöfflu með rjóma. Á "Kaffi-töfrum" var bara afgreitt á ensku. 

Ég hef ekki hugmynd um afhverju þetta allt kom mér svona í opna skjöldu...af hverju í ósköpunum datt mér í hug að í ferðaþjónustunni á Stokkseyri væri fyrst og fremst töluð íslenska ??

Íslandi allt

Eyjólfur

Eyjólfur Sturlaugsson, 11.8.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Josiha

Alveg sammála þér með Fjöruborðið

Josiha, 12.8.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 197259

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband