Það "fer allt í hundana"

Eitt var það sem tekið var eftir hér í bænum síðasta laugardag, daginn sem haldin var hátíðin "Sumar á Selfossi". Það var hundafárið sem geysaði hvar sem fleiri en tíu komu saman. Það eru tveir hundar á snærum afkomenda minna (nú var ég hérumbil búin að segja "í minni fjölskyldu"), en þeir eru á svona dögum algerlega hundsaðir og lokaðir eða bundnir heima hjá sér. Þar sem fjöldi fólks kemur saman á það aldeilis ekki að þekkjast að verið sé að vesenast með hunda.

Þennan dag varð ég vitni að hundaslag í miðjum hópi fólks, ég sá hund gera þarfir sínar í miðri þvögunni á sléttusöngnum, eigandinn "sá það ekki", og ég sá lítil börn grenjandi af hræðslu við ofvaxin ferlíki sem vissulega voru þó af tegundinni hundur.

Hvað er  fólkið að pæla? Ég veit vel að þetta er flott, eða er alla vega af sumum talið svo. Sá sem keyrir um á amrískum pallbíl af stærstu sort með tólf manna hjólhýsi aftaní og tvö fjórhjól á pallinum verður að hafa hund við hliðina á konunni sem situr í framsætinu í dressi úr CINTAMANI línunni. Við hliðina á henni dugir ekkert minna en Stóri Dan, Doberman eða í versta falli gullinn Labrador. Og þessi útgerð er vitanlega einskis virði ef ekki er parkerað í miðbæ þar sem hátíð er haldin og farið að spásser með bæði konu og hund. Hégómaskapur og fígúrugangur. Það á að banna alla umferð  gæludýra þegar hátíð er haldin í bæ.

Ég var um daginn á hátíð á Borgarfirði eystra og þar var einfaldlega bannað að vera með hunda, og ég veit að það er víðar gert. Þetta er eitt af því sem við þurfum að bæta úr að ári. Enga hunda í mannfjölda, ekki einu sinni þessa sem eru "svo sætir2, og svo litlir að það má stinga þeim í vasann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér með þetta hundafár þetta er að verða algjörlega óþolandi. En það er svo fínt að vera með hund.......

Hrönn Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hrönn - ef þú ert sú sem ég held- ég á fína mynd af þér sem ég skal senda þér. En þú verður fyrst að senda mér póst á netfangið sem þú sérð hér á síðunni - til að sanna að þú sért sú rétta. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 16:09

3 identicon

Sammála með hundskvikindin....  En hvað, á líka að banna konur í Cintamani??

Helga litla (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ekki endilega - ég á svoleiðis. En þær geta alveg verið hundlausar. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband