Að vera amma

Þegar ég var að spá í framtíðina datt mér aldrei í hug að verða amma. Nú er auglýst eftir ömmum í blöðunum og fást víst færri en þarf. En þrátt fyrir áhugaleysi í æsku er nú svo komið fyrir mér að ég er alvöru amma sex ydislegra barna. Sú elsta vill þó sjálfsagt ekki kannast við að hún sé barn lengur, keyrir um á eigin bíl og náði bóklega prófinu í fyrstu tilraun.

  Þessi helgi fór semsagt að miklu leyti í það að sinna skyldum ömmunnar. Systurnar tvær sem eiga heima í Reykjavík komu og gistu í nótt.  Það þarf ekki mikið fyrir þeim að hafa, sú eldri er sátt ef hún fær aðeins að leika í tölvunni og svo er alveg frábært ef afi nennir að spila við hana Olsen - og tapar. Annars eru þau held ég bæði frekar fyrir það að vinna. Svo bara les hún þykka doðranta, hvort sem er á ensku eða íslensku. Þó maður hefði sex næturgesti eins og hana væri það ekkert mál.

Sú yngri er nú bara nýlega eins árs, það þarf að skipta á og gefa að borða. Svo þarf að fylgjast með hvert hún fer í húsinu, sem hún þarf mikið að skoða. Á tveimur jafnfljótum, en ekki alveg stöðugum ennþá. Hún er alltaf glöð og góð og þegar ég fór með hana til að svæfa, varð það allt öðruvísi en ég man síðast þegar ég svæfði ársgamalt barn í ókunnugu húsi. Hún bara lagðist á koddann og sofnaði. 

Já ég er happin að vera amma "af sjálfu sér", en ekki eftir auglýsingu í Mogganum. Samt er ég viss um að svoleiðis ömmur eru margar góðar, og líka að þannig starf getur gefið miklu meira en bara peningana. Ég gæti kannski stofnað ráðningarstofu fyrir ömmur á lausu? Það eru örugglega margar góðar konur út um allt sem vildu vinna í faginu, en koma sér ekki á framfæri. Ef prófið vísar mér í átt að "ráðningarmálum" ætla ég að skoða þennan möguleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Þessi sex eru heppin að eiga svona góða ömmu og afasem hafa jafnvel fórnað sumarfríum og heilu sumrunum í að annast þau,t.d. svo ég kæmist til útlanda.

Una hefur s.s ekki troðið sér ofaní hálsmál hihi... 

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 26.11.2006 kl. 22:43

2 Smámynd: Josiha

Já þessi börn eru heppin að eiga svona góða ömmu. Þú minnir mig oft á ömmu í sveitinni sem var sko BESTA amma í heimi!  Ég er ótrúlega ánægð með að Dýrleif Nanna okkar eigi jafn góða ömmu og ég átti

Josiha, 27.11.2006 kl. 00:07

3 Smámynd: Josiha

p.s. ég sendi þér póst í kvöld. sástu hann?

Josiha, 27.11.2006 kl. 00:07

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég hef nú alltaf séð ömmur fyrir mér í hagkaupaslopp eða peysufötum, alltaf heima, og prjóna alla sokkana sem þarf. Ég kann ekki að prjóna sokka. Þess vegna hefur mér stundum fundist að ég stæði mig ekki nógu vel.

Helga R. Einarsdóttir, 27.11.2006 kl. 20:48

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Helga mín. Ömmurnar okkar voru stundum í hagkaupssloppum og peysufötum eða upphlut. Nú er komið af okkur að vera ömmur og það er allveg æðislegt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.11.2006 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 197662

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband