Hvað viltu verða?

Ég fór í próf hjá námsráðgjafanum í gær. Það heitir "áhugasviðspróf" og á að hjálpa manni að ákveða hvað manni hentar best að starfa við. Þetta var nú ekki erfitt, ég átti að segja hvað mér hefði helst dottið í hug að gera, alveg draumóra frá barnæsku og til síðustu uppljómunar. Ég vildi fyrst verða bóndi, og var það líka í nokkur ár þó í smáum stíl væri. En þegar ég stálpaðist og ljóst varð að mér tækist ekki að ná mér í mann með jörð og bú var þessi hugsjón dauðadæmd.

Eftir það kom ýmislegt til athugunar. Þegar ég fékk leiðindaköst, þar sem ég skreið í arfanum í kálgarðinum, fannst mér alveg óskaplega spennandi að fara á síld fyrir norðan. Og svo það sem örugglega væri mest spennandi af öllu, að verða þerna á millilandaskipi.  En foreldrarnir töldu báða þessa kosti í meira lagi varasama fyrir ungar sveitastúlkur. Ég komst nú reyndar á síld, þó síðar væri, og mér fannst það bara gaman. Síldarplanið var þó á eyðifirði austur á landi og allt á kafi í snjó.

Það fyrsta sem í alvöru kom til umræðu að mennta mig til var íþróttakennsla. Ég sendi meira að segja umsókn á Laugarvatn, en var hafnað. Þess vegna fór ég til Noregs og átti þar að afla mér undirstöðumenntunar svo betur gengi að sækja um aftur. Ég kom þaðan með vottorð um að ég væri "íþróttaleiðbeinandi", og það bara nokkuð góður. Ég finn það líka núna í skólanum, í leikfimi, sund og danstímum, að þarna var ég á "réttri hillu"! En ég er þó fegin að ég sótti ekki aftur um á Lv. Þá væri ég núna orðin aflóga íþrk. og komin í skólastofu með bekk á yngsta stigi. Og það er meiri byrði að bera en ég gæti treyst mér í. Miklu betra að vera með ungum kennarastrák í í þróttatímum og taka þátt í því sem mig langar til.

Það var margt fleira sem ég skrifaði á blaðið í prófinu, og svo átti ég að lýsa áhuga mínum og færni á öllum mögulegum sviðum. En ég fæ ekki úrslitin fyrr en eftir helgi, svo ég verð bara að vera þolinmóð og una glöð við mitt þangað til. Hver veit hvað ég geri svo?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Já? hvað verður mamma mín þegar hún verður stór

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 24.11.2006 kl. 00:03

2 Smámynd: GK

Kannski verður hún bifvélavirki... Annars hefði verið best ef hún væri bara blómasölukona og ég væri smiður á tröppunum hjá henni...

GK, 24.11.2006 kl. 00:07

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hún er búin að vera blómasölukona, lífið heldur áfram. En plássið á tröppunum er laust.

Helga R. Einarsdóttir, 24.11.2006 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 197662

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband