Er ökukennslan í ó - lagi?

Það er regla frekar en undantekning að sjá framúrakstur yfir óbrotna línu - þó tvöföld sé - ef maður á leið um þjóðveg eitt. Reyndar ekki bara á þeim vegi, hvar sem er gerir fólk þetta og þykir alveg sjálfsagt. Ég hefði gaman af að heyra lexíuna sem ökukennarar lesa nemendum sínum um þessa umferðarreglu. Eða leggja þeir kannski enga áherslu á hana?

Það er eitthvað mikið að þarna.  


mbl.is Hættulegur framúrakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður þá held ég að það sem ökukennararnir segja fari inn um annað eyrað og út um hitt hjá sumum :( Ég held alla vega að það sé ekki við þá að sakast heldur frekjuna og skort á skynsemi hjá bílstjórunum sem mega ekkert vera að því að fylgja reglum þegar þeir eru að flýta sér!

Sigurrós (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 19:00

2 identicon

Talandi um að fylgja reglum og að flýta sér..... eða ekki. Ég var á leiðinni í bæinn síðasta föstudag og á milli Selfoss og Hveragerðis lentum við á eftir konu, milli fimmtugs og sextugs sýndist mér, sem var sko ekkert að flýta sér. Hún dólaði á 60 þar sem 90 er leyfilegur hámarkshraði og n.b. það var enginn fyrir framan hana svo ekki var það mikil umferð sem hélt aftur af henni. Það myndaðist náttúrulega lööööng bílaröð fyrir aftan hana og ekki séns að taka fram úr henni þar sem stanslaus bílaröð var á móti og leit hreinlega út eins og allir væru að flýja höfuðborgina. Þar sem við vorum næsti bíll á eftir henni reyndum við að gefa henni merki (blikka ljósum) um að.....bara eitthvað....koma sér út í kant......hraða á sér eða what ever en hvað haldiði? Hún náttúrulega hægði bara enn meira á sér.....niður í 50. Restina af leiðinni, að Hveragerði var hún á þetta 50-60. Ég náttúrulega hringdi bara í lögregluna í Hveragerði og gaf þeim upp númerið á bílnum hennar. Held að fólk átti sig stundum ekki á því að það er líka ólöglegt að keyra of hægt ef engin ástæða er til þess.

Hér segir í 36.grein umferðarlaga:

Ökumaður má eigi að óþörfu aka svo hægt eða hemla svo snögglega að tefji eðlilegan akstur annarra eða skapi hættu.

Þórhildur (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mér finnst menn sem aka svona vera glæpamenn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.7.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband