20.11.2006 | 21:12
"Örninn" í kirkjunni minni
Í sjónvarpsmyndinni dönsku sem sem var á dagskrá sjónvarpsins á gær sá ég ekki betur en aðalbófarnir hefðu aðsetur í stavkirkjunni í Ringebu. Ég hef komið í þessa kirkju, oftar en einu sinni. En mér er ein messan minnisstæðari en aðrar.
Þegar ég var í skólanum í Ringebu fengum við að vera úti á kvöldin, oftast til ellefu minnir mig, en um helgar áttum við að koma heim fyrir kl. eitt. Þetta var svona alvöru heimavistarskóli, með húsverði og allt. En nemendurnir voru flestir nærri tvítugu, svo smávegis frjálsræði höfðum við. Það kom varla fyrir að nokkur bryti þessar reglur, alla vega vissi ég ekki um neinn sem það gerði og vissi ég þó töluvert.
Eitt laugardagskvöld vorum við flest niðri í þorpi, í bíó, hangandi á kaffihúsum eða í heimsóknum í heimahúsum. Ég ásamt vinkonu höfðum verið boðnar í partí hjá krökkum sem við þekktum. Mér þykir það ennþá ákaflega leitt, en einhvernvegin tókst okkur að verða of seinar heim. Klukkan var orðin hálf tvö þegar við komum á tröppurnar - og það var búið að læsa. Ég reyni ekki að lýsa því hvernig okkur leið, okkur virtust öll sund lokuð. Fyrst reyndum við að henda grjóti í glugga hjá herbergisfélögum, en það varð enginn var við það. Þá urðum við bara að gefa okkur fram - og við bönkuðum hraustlega á dyrnar. Það kom enginn til dyra. Örþrifaráðið, þó við vissum að með því fórnuðum við mannorðinu endanlega, var að vekja vaktmeistarann. ( húsvörðinn) Hann bjó í öðru húsi og kom fúll til dyra eftir nokkrar barsmíðar á hurðina. Hann hleypti okkur svo inn, en var allan tímann grútfúll. En sagan var ekki öll. Næsta dag kjaftaði hann auðvitað í skólameistarann og málið var tekið fyrir í skólastjórn. Dómurinn sem við fengum var þriggja vikna "husarrest". Það þýðir á finu máli útgöngubann. Við máttum ekki fara út af skólalóðinni í þrjár vikur. Fimmtán virka daga og tvær helgar.
Svo byrjuðum við að afplána. Aðrahvora helgina fréttum við að það ætti að skíra lítinn strák, bróður eins vinar okkar. Gátum við nú freistað þess að fá að komast út á meðal manna? Við fórum á fund skólameistara og spurðum hvort við mættum fara í kirkju á sunnudaginn? Það varð auðvitað að funda um það, en úrslitin urðu þau að við fengjum að fara - í fylgd skólameistarans og líka aðstoðarmeistara! Ég er ekki frá því að ég hafi séð lítið glott á aðstoðarmeistaranum þegar hann leiddi okkur til kirkju. Ég á teikningu af okkur fjórum á bekk í "Ringebu stavkjyrke", eins og þeir segja þar. Og strákurinn var skírður Jon Grunde.
Ég hef aldrei sagt neinum frá þessu og ég get svarið það að þetta er það versta sem ég braut af mér á öllum minum heimavistarárum og voru þau þó nokkur.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 197662
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef að börn nú til dags reyndu að komast til messu eingöngu til að vera innanum fólk glætan! Trúlega er engum refsað fyrir svona lítilræði nú til dags
Guðbjörg Elín (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 22:13
Heia fra Norge! Sannarlega gaman að þú skemmtir þér vel í Opplandet!
Þeim sem eru forvitnir og vilja skoða þessa kirkju get séð hana hér: http://www.stavechurch.no/tider.asp
Það er engin tilviljun að þessar kirkjur eru kallaðar stafnkirkjur eða stavkyrkje. Upprunalega var messað með leynd undir víkingaskipi á hvolfi, og eftir kristnitöku var þetta þróað lengra og veggir byggðir undir skipinu, þannig að skipið varð að þaki kirkjunnar. Þetta má klárlega sjá hér : http://www.stavechurch.no/arkitektur.asp# Stafakirkjan í Ringebu og fleiri þjóðargersemar eins og Urnes kirkjan bera þessu glöggt merki og engin tilviljun að enn er talað um kirkjuskip.Jarle Haugen (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 22:59
Það var kominn tími á játningu...
GK, 20.11.2006 kl. 23:35
Mamma mín hefur verið í stofufangelsi.
Það er naumast að Einar-ösh hefur aflað sér upplýsinga um Guðshús
fer svo beint til josiha og kommentar.Dullegur drákur
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 21.11.2006 kl. 00:42
Sæl Helga
Ég var að gramsa í gömlum kössum (var ýtt inn á mig í tiltektaræði í Smárarima) og fann úrklippu úr Tímanum sáluga frá 4. dezember 1965. Það er mynd af ungri stúlku með fallega kórónu og dreng í fanginu. Það sést líka í vinstri hluta andlits Sigurdórs. Tilefnið var 100 ára afmæli Hrunakirkju.
Þú átt von á þessu í pósti !
Mbk
Jón Þorkell
ps. hittist fjölskyldan aldrei - cyber fjölskylda?
Jón Þorkell (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 20:59
Gott að sjá þig Jón, og gaman að eiga von á sendingu. Og til hamingju með prinsinn Einar. Þegar Una var skírð um daginn talaði presturinn einmitt um svona djölskyldur. Þær hittast á SMS,MSN, blogginu og í símanum. Guðbjörg var þó hér síðdegis. Ég reyni að líta á þetta sem aukin samskipti og hef gaman af. Hafið það öll sem best.Kv. Helga.
Helga R. Einarsdóttir, 21.11.2006 kl. 21:16
Já Einar er glæsilegur piltur, og heitir fallegu nafni.
En hvað sé ég hér er systir mín að reyna að klína á mig einhverjum norsara? Sú er klár. Er hún með Hraunteigsskynjara á tölvunni sinni? Samt hefur hún ekki fundið okkur og heimsótt okkur á eigin spýtur.
Einar Ö. S. H (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 21:22
Jarle, gaman að sjá viðbrögð frá Noregi. Hvar lærðir þú íslensku og hvar átt þú heima?
Og Jón Þorkell, ég gleymdi að segja það áðan. Þú átt alltaf að umgangast gamla kassa með virðingu og ekki henda neinu nema auðum bréfsneplum. kv. HRE.
Helga R. Einarsdóttir, 21.11.2006 kl. 21:30
"Kjære" Helga
Ég hitti íslenska konu Ásu Hervaldsdóttur hér í Noregi árið 1968. Hún byrjaði að kenna mér íslensku og svo giftumst við tveimur árum seinna. Ég hef oft komið til Íslands og les mikið af íslenskum bókum. Ég hef sérstaklega gaman af bókunum eftir Arnaldi Indriðason. Konan mín lést reyndar fyrir þremur árum og ég hef ekki komið til Íslands síðan. Hvernig er norskan þín? Hefurðu komið oft hingað eftir skólavistina í Ringebu? Jeg er født og oppvokst i Holmestrand. Jeg vil ikke unnlate å underrette Dem om at det er usedvanlig mye tyttebær i distriktene her omkring :-)
Jarle Haugen (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 12:25
Heia Norge og Jarle med! Jeg har ikke kommet tilbake til Norge siden jeg plukket æblerne í Asker og vandret rundt í Vigelandparken. Men jeg har kontakt med nogle skolekammerater, forresten bare med kort til jula. Men jeg har planlagt en tur i fremtiden, ikke noe bestemt dato, men det blir en dag, för jeg blir alt for gammel. Hilsen fra Helga.
Helga R. Einarsdóttir, 22.11.2006 kl. 21:35
Hæ. Bara að kvitta fyrir kaffið
Josiha, 22.11.2006 kl. 22:59
Heljandi er frænkan klár í norskunni
Ótrúlega gaman að lesa bloggið þitt, ég sem hélt að þú hefðir alltaf verið svo stillt og prúð
Kristjana H. (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 14:48
Maður fær þá tyttiberjasultu þegar þú verður búin að fara í reisunu för du blir alt for gammel. Tæknigæinn okkar lét nú byggja eina Stavkykje út á eyjunni góðu og allt vel fengið í hana að ég held.
mýrarljósið (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.