26.6.2008 | 23:17
Nóg að gera hjá vinnukonunni
Við vorum snemma á fótum og vorum lagðar af stað í búðina fyrir kl. 10.00. Veðrið var eins og best mátti vera, sólskin logn og hiti. Við komum við á E38 til að hitta Júlíu og mömmu hennar, þær voru víst rétt komnar á fætur. Eftir hádegið fór vinnukonan aðeins út að viðra Fjólu og Dimmu, en þá kom demba og þær urðu að flýta sér heim. Fengu reyndar húsaskjól í Fossnesti á meðan verst var.
Svo höfum við verið að gera eitt og annað. Fara í gegnum ruslpóstinn og setja í uppþvottavélina og svona. Við enduðum svo á CHAT fundi með Unu og fjölskyldu. Það fannst frænkunum gaman. Auðvitað tekur þetta allt á og mestu dugnaðarkonur eru alveg úrvinda eftir langan og strangan dag. Reyndar var það strax um kl. fjögur, en bara smá lúr. Þá var svo miklu fljótlegra að sofna í kvöld.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 197259
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú er gaman í Hól
mýrarljósið (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 12:53
Greinilega gott að hafa svona vinnukonu!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 19:56
Hae mamma min!
Vid erum i London og thad er gaman.
Hiti og skyjad og sma skurir en fint samt.
Knusadu og kysstu DNG fra okkur!
Sjaumst,
GKS & JSH
GK, 27.6.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.