17.11.2006 | 20:19
Gerði Laddi tæknileg mistök á Bifröst?
Laddi hefur alltaf verið vinsæll á mínu heimili, og bróðir hans hann Halli er skólabróðir minn og góður vinur.Við spiluðum plöturnar þeirra í tætlur og kunnum alla textana. Þegar mér bárust þau tíðindi á dögunum að þeir bræður hefðu verið undanfarna mánuði við upptökur í Borgarfirðinum gladdist ég mjög- nú get ég aftur farið að syngja um skríplana og Roy Roggers. En auðvitað er þetta bara bull. Þeir bræður voru ekkert í Borgarfirðinum.
Ég var áðan að lesa pistil frá ungum manni sem óforvarendis komst á topp tíu hér í blogginu og langar svo mikið til að komast alla leið á toppinn. Hvernig kemst maður þangað? Ég held að hann hafi alla möguleika til þess: Hann er karlmaður. Hann á tölvu og vinnur við hana. Hann gæti fengið sér hárkollu. Svo flettir hann blöðunum og finnur helstu slúður og klúðurfréttir dagsins. Býr til fyrirsögn úr þeirra fyrirsögnum. Allt í lagi að blanda nokkrum saman til að auka áhrifin. Þegar hann er búinn að skrifa fyrirsögnina teymir hann lesendur af stað með einhverju bulli, en eftir það getur hann bara skrifað um það sem hann langar til. Ekki spillir það að hann er alveg ljómandi góður penni
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.