Kuldakast og bilaðar dælur

Það var skítkalt að labba í vinnuna í morgun. Eins og venjulega á fimmtudögum byrjuðum við á tveimur tímum í leikfimi. Gummi ætlaði alveg að gera útaf við liðið með þrekæfingum og púli. Það er reyndar mesta furða hvað þau nöldra lítið yfir meðferðinni hjá honum, hafa bara flest gaman af leikfimitímunum. Eftir tvo stofutíma fórum við svo í sundið. Í þessum líka brunagaddi, örugglega 25st. frosti með vindkælingunni.

Það varð okkur til happs að kennarinn stelpnanna var ekki við svo við fengum öll að vera saman í innilauginni. Venjulega er ég bara með strákunum og við skiptumst á að vera inni og úti. Það er frábært að vera með þessum elskum, við erum í áttunda bekk og þeir eru allir að tútna út af karlmennsku, vita ekkert í hvora löppina þeir eiga að stíga.               En í hjartanu eru þeir bara litlir strákar og af því ég er búin að vera með þeim svo lengi kemst ég líklega næst mömmunum að fá að gægjast inn í þessi hjörtu. Þegar svona margir eru í innilauginni er lítið hægt að synda, svo það voru bara leikir og köfunaræfingar. Einn lenti í mesta basli þar sem hann átti að kafa í djúpu lauginni, sagði að það væri svo mikið loft í sér að hann kæmist aldrei niður á botn. Svo var fjársjóðsleikur, og þar þurfti nú aldeilis að kafa.

Í tímalok máttum við svo fara í útipottana eða bara hvað sem hver vildi. það var bara einn strákur sem kom með mér í heita pottinn og allan tímmann var hann að fara uppúr öðru hvoru,í frosti og roki, að sækja sér klaka sem hann bræddi svo á bakinu á mér. Ég átti auðvitað að skrækja og kveina en potturinn var svo heitur að ég fann þetta varla. Þegar við komum úr danstímanum eftir hádegið var það helst að frétta að hitaveitan á Selfossi væri biluð. Ekkert heitt vatn og ekki von um viðgerð alveg strax. Gat nú skeð - hitaveitan bilar hér aldrei nema í svona frosthörkum.  Þegar ég kom svo heim síðdegis var það mitt fyrsta verk að gá hvort ekki væru allir gluggar lokaðir. Ég klæddi mig í dúnfóðruðu inniskóna og fór í hlýja peysu. Svo kveikti ég á kertum um allt hús, ég skyldi sko halda mér heitri þangað tilég gæti skriðið undir sængina.

Ég fór svo útí skúr og sótti kartöflur í pottinn, þar er fullur kassi nýkominn úr geymslunni, þar sem er vetrarforði af eigin framleiðslu. Ég fór inn með kartöflurnar og þvoði þær.   Skrúfaði þá óvart frá heita krananum sem ekki átti að skila mér neinu samkvæmt fréttum --- en það kom vatn, heitt vatn. Ég mátti svo sem vita það sem hefur sýnt sig áður, austurbærinn er forréttindasamfélag, þessi eina dæla sem er í lagi er náttúrulega sú sem þjónar okkur!  Ég fór úr peysunni og slökkti á helmingnum af kertunum, enda var ég að drepast úr hita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Mér líst ekkert á nóttina! Það er spáð 15 stiga frosti og allir ofnar hálf kaldir hér. Ætli ég klæði ekki DNG bara í flísgallann á eftir (og reyni að vekja hana ekki). Í þokkabót er norðan vindur og herbergið okkar snýr í norður. Þetta hús er svo djö**** illa byggt að það er alltaf ískalt í herberginu þegar það blæs á þessa hlið á húsinu. Og ekki má DNG við því að verða kalt núna þegar hún er að losa sig við síðasta horið.

Josiha, 16.11.2006 kl. 22:33

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Rumskaðu bara öðru hvoru og passaðu að sængin sé vel ofaná henni.

Góða nótt. amma. 

Helga R. Einarsdóttir, 16.11.2006 kl. 23:03

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hér var skítakuldi inni í allan dag enda engir gluggalistar á nýju rúðunum og JKL með 40°hita til að kóróna það,ég hélt mér bara heitri með því að kúra í henni.Hún sofnaði í kvöld með algjöru óráði og bulli...ég laumaði stíl í bossann þegar hún var steinsofnuð.

Mundu eftir að slökkva á hinum helmingnum af kertunum.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 16.11.2006 kl. 23:20

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ástand er þetta. Reynið að halda á ykkur hita til morguns, ef ekkert lagast geta svo allir komið hingað að hlýja sér og verið þangað til vorar. góða nótt.

Helga R. Einarsdóttir, 16.11.2006 kl. 23:29

5 identicon

Sæl Helga.

Ég kiki nú stundum á bloggið þitt. ÉG var að lesa um músarstelpuna. Hélt að þetta væri eitt af þessum merku atburðum sem ég og Gummi brölluðum í den. Sem ég væri bara búin að gleyma. En ég veit að ég hefði ekki verið svo hugrökk að koma með músina í vasanum til hans. 'EG segi nú bara eins og Gummi, hvar ætli Júlía í ljóta húsinu sé núna.

Kveðja

Berglind Hafsteins á 22

Berglind Hafsteinsd. (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 09:48

6 identicon

Þetta er frábært fleiri Fossnestissögur það var svo gaman í den, sumt má samt ekki tala um á obinberum vetfangi!

Guðbjörg Elín (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 12:03

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mátti til að kvitta. Það er fjör hjá þér í vinnunni. Og líka nóg að gera heima held ég. Það var gaman að lesa þetta. Bestu kveðjur Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.11.2006 kl. 12:34

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Gaman að fá þig í heimsókn Berglind, komdu sem oftast. Ekki hef ég grun um hvar Júlía er núna, en hún var falleg stelpa. Var húsið svona ljótt? Eða komuð þið Guðmundur þar inn og sáuð eitthvað sem ég sá aldrei?

Guðbj. Hj. Reynum að rifja eitthvað upp. En eins og þú segir, það verður að fara varlega, Það gæti eitthvað varasamt komið upp á yfirborðið.

Og takk fyrir góð komment Jórunn. 

Helga R. Einarsdóttir, 17.11.2006 kl. 17:48

9 identicon

Það er allt í lagi ef engin nöfn eru nefnd, þeir taka það til sín sem eiga, ég er búin að fá minn skammt

mýrarljósið (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband