15.6.2008 | 10:35
Leyfið þeim að "lemjast á"
Er það ekki bara málið? Löggan ætti bara að fá sér helgarfrí og láta gaurana slást í friði. Það myndi örugglega einhver hringja á 112 ef alvarleg slys hlytust af og í slökkviliðið ef verulegur eldur yrði uppi. Venjulegt fólk myndi þá kannski bara halda sig heima og innfæddir breiða upp fyrir haus með tappa í eyrum.
Nei - það er víst engin leið fyrir fávísa íbúa Flóans að skilja hvers vegna fólkið lætur svona.
Erfið nótt á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segi bara eins og Skarphéðinn Njálsson: menn eiga að berjast með vopnum en ekki berhentir eins og einhverjir lúðar. (Hann orðaði það kannski ekki þannig, en sú var merkingin).
Ásgrímur Hartmannsson, 15.6.2008 kl. 13:58
Nei Helga sumt er bara einfaldlega ekki hægt að skilja
En ég var á þessum bíladögum í fyrra og var á Hömrum sem er tjaldsvæðið þarna fyrir ofan Kjarnaskóg og við vorum sem sagt á fjölskyldusvæði og urðum ekki vör við nein af þessum látum sem áttu að hafa átt sér stað um nóttina. Það kom einmitt í fréttum í fyrra man ég einvher brjáluð læti á tjaldvæðinu og víðar en við sluppum sem betur fer við þau.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 15.6.2008 kl. 15:37
Hvað um fólkið sem vill ekki lenda í slagsmálum en er lamið? Á það bara að liggja í götunni og láta lemja sig á meðan löggan er í fríi? Hnuss. Veit um einn sem var laminn niður í gærkvöldi af því að hann var fyrir gaurnum sem átti að fara að berja! Ljúfur náungi, ekki ofbeldishneigður, var bara á djamminu...
Tinna (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.