7.6.2008 | 16:40
Og konan í austurbænum fór ekki í hús þessa nótt
Þegar sjónvarpið var komið út í skúr fór nú fyrst að verða þar heimilislegt.
Guðbjörg fór samt heim til sín, það var líka heldur dregið ú tilmælunum um að fólk væri undir berum himni. Henni hafði ekki tekist að ná í Lalla sem geystist um fjallvegi Vestfjarða án þess að vita nokkurn skapaðan hlut. Ívar, hins vegar náði að hringja úr Þórsmörk til að segja mömmu sinni að þau hefðu fundið fyrir skjálfta í göngunni uppá Valahnjúk. Nágrannakona kom og sagði frá dularfullri fjarsýni dóttur sinnar sem var stödd á Spáni en hafði beðið manninn sinn að hringja heim strax eftir skjálfta til að spyrja hvort all væri í lagi. Hún hafði legið í sólbaði á ströndinni, þegar allt fór að velta og ganga í bylgjum í kringum hana.
Einar hringdi og bauð gistingu í Reykjavík og svo komu fleiri boð um búferlaflutninga, en nú vorum við eiginlega flutt í bílskúrinn, með stóla borð sjónvarp og teppi, svo við fórum hvergi. Við horfðum á fréttir í sjónvarpinu og undruðumst eins og aðrir, þau ósköp sem á höfðu gengið. Skólahaldi aflýst á morgun, starfsfólk átti ekki heldur að mæta. Skólinn var yfirtekinn af Rauða krossinum og við réðum þar engu á meðan.
Helga hafði brugðið sér frá en kom nú með vinkonu sem hún hafði "bjargað". Þær horfðu með okkur. Enn hafði ekki tekist að ná sambandi við Sandvík. Síminn var dauður, bæði gemsi og inni. Helga sendi SMS, "er allt í lagi"? Svarið kom fljótlega, allt í lagi. Svo kom Guðmundur stuttu seinna. Hann hafði bara verið á ferðinni eins og sönnum blaðamanni sæmdi, um Ölfusið, Selfoss, Hveragerði og svo framvegis, að taka myndir. Nýja húsið hafði staðið sig vel svo best var vitað, og ekkert alvarlegt skeð í sveitinni. Við skiptum á milli okkur langlokunni sem hafði fundist í ísskápnum, annars var enginn svangur og það held ég að hafi ekki áður komið fyrir um kvöldmatarbil í mínum búskap.
Það var talað við Ragnar skjálfta og líka hann Palla - Einars Páls, sem var frændi á Begstaðastræti 4 þegar ég kom þar sem oftast. Gott ef hann átti þar ekki heima líka. Á þeim árum var mitt mesta sport í kaupstaðrferðum að hanga úti í glugga á efstu hæð í þessu húsi (Bergststr 4) og horfa niður í garðinn við tugthúsið á Skólavörðustíg. Fangarnir voru þar á rölti og við töluðum saman á táknmáli.
Haddi bróðir minn hringdi og tilkynnti fæðingu sonarsonar á Reyðarfirði. Til hamingju Einar minn og fjölskylda. Ætli drengurinn verði ekki skírður Skjálfti öðru nafni?
Þegar leið á kvöldið fórum við á stjá, til nágranna sem höfðu orðið fyrir miklu tjóni á innbúi. Hjá okkur var bara smá drasl í samanburði við það. Við fórum líka til Guðbjargar og við spáðum í að fara í Leynigarð og sofa þar öll saman. Hún hafði náð sambandi við Lalla. Hann spurði hvort hún vildi að hann kæmi, en hún sagði hann bara ráða þvi. Ekkert varð úr að við færum í sveitina til gistingar, en við "gömlu" skruppum uppeftir og sóttum tjaldvagninn. Komum aðeins við hjá mömmu en fórum svo heim og tjölduðum í innkeyrslunni. Sváfum þar svo vel og lengi, en fundum samt morgunskjálftann sem kom ca. 6.30 held ég. Bara á réttum tima til að vekja bæjarbúa og minna þá á verkefni morgundagsins......
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 197258
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvitt
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 7.6.2008 kl. 19:59
Magnað... Skemmtileg frásögn
Kristín Gunnars. (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 20:15
Til hamingju með nýja frændann á Reyðarfirði, Helga R. og þið hin -- ekki síst Haddi, ef þú laumast hér inn óséður, frændi. -- Það verður kannski umræðuefni á ættarmótinu síðsumars, að ættin sé aftur farin að sá sér á Reyðarfirði, þaðan sem hún er að hluta til komin.
Kv. í bæinn -- eða á ég kannski að segja kv. í tjaldvagninn?
Sigurður Hreiðar, 8.6.2008 kl. 11:36
Það er alltaf gaman að lesa skrifin þín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.6.2008 kl. 14:09
Ég var hér...
Ætlaði fyrst að skrifa rosa langt komment en ætla í frekar að senda þér e-meil. Geri það á eftir
Josiha, 8.6.2008 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.