Myndir úr Mýrinni

Við fórum í sveitina í dag til að gera þar eitt og annað sem landeigendur þurfa að gera.

Þegar við komum þangað tóku hrossin hans Jóa á móti okkur, þau eru góðir grannar og fylgjast með þegar við komum. Við settum kartöflurnar niður fyrir viku og nú þurfti að gera arfaverjandi aðgerðir, bera á og svoleiðis. Svo færði ég nokkrar trjáplöntur, henti dauðum og setti aðrar í skörðin. Líka komum við með tvö tré til að planta. Trjágróðurinn kemur bara nokkuð vel til, sjaldséðar tegundir alveg lifandi upp í topp. En þrjár fann ég sem eru líklega dauðar, allstórar plöntur af ýmsum reynitegundum. Þarf að endurskoða það.

Svo endaði ég með að fara í frumskóginn og snyrta þar eina röð af öspum. saga dauðar greinar og svoleiðis. Ætli það séu ekki svona hundrað tré í hverri röð og raðirnar þrjátíu. Ég komst reyndar ekki alveg út á enda með þessa röð af því ég varð frá að hverfa vegna óvæntrar uppákomu.

Ég var að bogra við að saga dauða grein neðst á einu trénu, þegar ég heyrði þyt og sá fugl fljúga til hliðar við mig. Ég er að tala um að það var líkast því að hann kæmi uppúr buxnavasanum. Ég sneri mér við og horfði þá beint ofaní hreiður með fimm ungum allsberum, kannski komið úr eggjunum í gær. Greyin. Mamman sat uppí tré fyrir ofan hausinn á mér og skammaðist. Það var bara eitt að gera - koma sér í burtu.

Samt laumaðist ég aftur á vettvang og tók mynd af greyjunum. Það er ekki oft sem maður finnur þrastarhreiður á jörðinni. Síðast þegar ég komst í návígi við eitt slikt þurfti ég að sækja það uppí 15 metra hátt grenitré af því mamman var dáin og ég varð að taka við af henni. Hitamælirinn á pallinum sýndi góðar tölur í dag.

DSCF9482DSCF9488DSCF9498DSCF9499DSCF9506Svo fann ég fífla í sínu rétta umhverfi og tók mynd af þeim - fyrir Önnu Kollu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk takk Helga , þeir eru dásamlegir , harðgerir og fíflalegir ég elska þá .!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Kveðja Anna Kolla

Anna Kolla (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband